Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1992, Page 9

Æskan - 01.12.1992, Page 9
JÓLAENGILL: Nú sníður þú vængi eftir sniðinu hérna. Mynd 6 sýn- ir hvernig þú ferð að. Síðan klippir þú báða vængina samtímis út. Svo sníður þú andlit og tvo geislabauga eftir sniðunum. Fyrst límir þú annan geislabauginn á blátoppinn á keilunni (mynd 7) og svo límir þú hinn geisla- bauginn ofan á hann þannig að bláoddur keilunnar lendi á milli þeirra. Síðan teiknar þú andlitið og límir það neðst á geislabauginn að framan. Þá er bara eftir að bera lím á vængina og líma þá á keiluna (mynd 8). Best er að láta samskeyti keilunnar felast undir vængjunum (mynd 9). Ef þú ætl- ar að líma skraut á engilinn er best að gera það síðast. JOLAPOKAR: Eftir að hafa skreytt pokann og límt hann saman þarf að líma renning af hæfilegri lengd og breidd innan á opið á keilunni (mynd 10) og þá er pokinn tilbúinn. JÓLABJÖLLUR: í bjölluna þarf að gera kólf. Einfaldast er að sníða mjóan renning og líma hring á endann fyrir kólfinn. Líka er hægt að gera kúlu úr álpappír og þræða spotta í gegnum hana og festa hann svo í topp- inn á keilunni. Þú getur svo teiknað jólagrein og slaufu og fest á keilu- oddinn. Ég vona að þú hafir gaman i Æ S K A N 9

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.