Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1992, Page 17

Æskan - 01.12.1992, Page 17
svo á leiðinni heim af því að aðrir krakkar voru að leika en ekki égi! Svo ætlaði ég í lyfjafræði og byrjaði að læra hana en fannst ægilega leið- inlegt svo að ég hætti og ákvað að komast inn í Leiklistarskólann og það tókst.“ - Hafðir þú leikið áður? Gunnar: „Já, þegar ég var í M.S. lék ég í einu leikriti. Svo lék ég auð- vitað á jólaskemmtunum og öðrum skemmtunum í barnaskóla." - Sigrún Edda, lékst þú líka þegar þú varst krakki? „Já, ég lék líka í skólaleikritum og svolítið í Þjóðleikhúsinu. Ég lék einnig hjá Leikfélagi Reykjavikur." LEIKHÚSIÐ ÁGÆT BARNFÓSTRA - Hvert er fyrsta leikritið sem þið munið eftir að hafa séð? Sigrún Edda: „Fyrsta leikritið sem ég man mjög vel eftir var Ævintýr á gönguför hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Mamma mín lék í því og hún tók mig mjög oft með sér í leikhúsið. Leik- húsið var ágæt barnfóstra." Gunnar: „Ég man best eftir leikrit- inu Ferðin til tunglsins sem var um krakka sem fóru til tunglsins og flugu yfir sviðið í böndum. Svo man ég líka eftir Dimmalimm. Ég sá lítið af þeirri sýningu því að ég var svo hræddur við nornina að alltaf, þegar hún kom, faldi ég mig bak við sæt- iðl! Ég hef verið lítill þá, mjög lítill!" Sigrún Edda: „Ég man líka eftir Mjallhvít og Kardemommubænum og Galdrakarlinum í Oz...“ Gunnar: „Skýrasta minning mín úr leikhúsinu er þó úr Kar- demommubænum. Þá sat ég á fremsta bekk og rakarinn henti lak- inu yfir okkur og sprautaði vatni á okkur." Sigrún Edda: „Það sem ég man best úr Kardemommubænum var þegar ræningjarnir komu út í sal. Ég varð óskaplega hrædd!“ - Hver voru fyrstu hlutverkin ykkar? Sigrún Edda: „Fyrsta hlutverkið mitt var í Melaskóla. Þar lék ég jóla- Gunnar: „Fyrsla reynslan mín á sviði var íÁlfta- mýrarskóla. Þar kom ég fram á tískusýningu og sýndi kjóll" Æ S K A N 17

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.