Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1992, Page 18

Æskan - 01.12.1992, Page 18
svein og setningin mín var: „Þetta var nú góður grautur!““ Gunnar: „Fyrsta reynslan mín á sviði var í Álftamýrarskóla. Þar kom ég fram átískusýningu og sýndi kjól! Ég var líka rosalega spældur við kennarann fyrir að láta mig gera þetta. En fyrsta hlutverkið sem ég fékk eftir að ég lauk námi frá Leik- listarskólanum var í Dúfnaveislunni í fyrra.“ Sigrún Edda: „Eftir að ég braut- skráðist hljóp ég í skarðið fyrir Lilju Þórisdóttur og lék Elskuna í Ofvit- anum eftir Þórberg Þórðarson." ....ÞÁ ÁKVAÐ ÉG AÐ VERÐA LEIKARI1 - Hefur ykkur alltaf langað til að verða leikarar? Sigrún Edda: „Nei, ég var ekki á- kveðin í að verða leikari fyrr en ég var orðin sautján ára. Ég ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur, meina- tæknir, flugmaður og ég veit ekki hvað og hvað... Það er svo margt sem kemurtil greina í lífinu. Maður þarf ekkert endilega að vera með ein- hverja köllun alveg frá æsku til að verða eitthvað." Gunnar: „Ég fórtil Bandaríkjanna, í leiklistarskóla í New York. En ég var svo einmana þar og lítill í mér að ég vildi bara komast aftur heim. Þá fór ég í lyfjafræði sem mérfannst enn þá verra svo að mér fór að líða voðalega illa. Þá ákvað ég að verða leikari. Frænka mín sagði reyndar einu sinni að ég yrði leikari. Þá var ég bara sjö ára og æ síðan hefur þetta bergmálað í hausnum á mér þangað til ég gerði upp hug minn.“ - Hvaða önnur hlutverk hafið þið leikið? Gunnar: „Ég lék í Dúfnaveislunni og í Ljóni í síðbuxum þar sem ég sagði ekki orð, stóð bara með bakka og hélt svo á stultum! Síðar lék ég Kínverjann í Ruglinu sem enginn skildi hvort eð var svo að ég gat sagt hvað sem var! En fyrsta stóra hlut- verkið mitt er það sem ég er að leika núna í Heima hjá_ömmu.“ Sigrún Edda: Ég hef leikið meira og minni í ellefu ár. Ég hef tekið þátt í barnaleikritum, lék m.a. Línu langsokk í Þjóðleikhúsinu. Ég lék líka í Gosa. Einnig lék ég stelpuna í Rympu á Ruslahaugnum. Svo hef ég leikið svolítið fyrir börn í Sjón- varpinu." Gunnar: „Já, ég lék einu sinni hjá henni í sjónvarpinu!I Hún réð mig í hlutverk, samdi það fyrir mig og sá um allt...!“ Sigrún Edda: „Já, Bóla og Hnút- ur!“ Gunnar: „Knútur!!“ Sigrún Edda: „Ég lék Bólu tröllastelpu sem fékk svo frænda sinn að norðan í heimsókn. Gunnar lék hann, Hnút.“ Gunnar: „Knút!“ Sigrún Edda: „Hann hét Knútur en Bóla hélt að hann héti Hnútur!" LÍTILL KÍNVERJI í OKKUR ÖLLUM - Hvernig kom til að þið fóruð að vinna saman þar? Sigrún: „Ég þekkti hann og fannst hann svo skemmtilegur að ég ákvað að hafa hann með.“ Gunnar: „Já, við lékum saman í Ruglinu og kynntumst þar. Ég þótti svo ágætur Kínverji ... Það er lítill Kínverji í okkur öllum og hann braust út hjá mér í þessu hlutverki!! - Svo var ég með þátt á Stöð 2 í sumar sem hét Krakkavísa og var um íþrótt- ir krakka á sumrin. Þar lék ég nú ekki nema bara sjálfan mig!“ - Hvernig var unnið að þeim þætti? Gunnar: „Við vissum af leikja- námskeiðum og fengum upplýsing- ar hjá ÍTR (fþrótta- og tómstunda- ráði Reykjavíkurborgar). Svo fórum við á þá staði þar sem krakkar voru að leika sér, skautasvell og þess háttar. Við fórum líka í sumarbúðir, í Vatnaskóg og á Úlfljótsvatn, Kjarn- holt og Kerlingarfjöll. Það var mjög gaman að gera þessa þætti.“ - Hver eru skemmtilegustu hlutverk sem þið hafið ieikið? Gunnar: „Ég held að Birkir Borka- son sé skemmtilegasta hlutverkið rnitt." Sigrún Edda: „Það er mjög erfitt að segja því að ég hef leikið mörg skemmtileg hlutverk og á ekki auð- velt með að gera upp á milli þeirra. En Ronja er örugglega með þeim skemmtilegri." - Hvað er það skemmtilegasta við hvert hlutverk? Sigrún Edda: „Hlutverkin eru auð- vitað mismunandi svo að það er ó- líkt hvað manni finnst skemmtilegt hverju sinni. Það sem mér finnst skemmtilegast við Ronju er hvað hún hugsar fallega og svo sakar ekki að leikritið er gott og söngvarnir og tónlistin eru frábær. Það eru marg- ar skrýtnar og skemmtilegar persón- ur í því og það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast." Gunnar:...og allir í „stuði“! Mér finnst Birkir ofsalega skemmtilegur. Hann er svo mikill „töffari“!“ Sigrún Edda: „Þau eru svolítil villi- dýr, alin upp í skógi hjá ræningjum. Þau eru mjög frjáls." Gunnar: „Ætli það sé ekki einmitt það skemmtilegasta við þau hvað þau eru frjáls?" - Hvert er erfiðasta hlutverk sem þið hafið leikið? Sigrún: „Ég held að þau hlutverk, sem maður leikur illa, séu erfiðust." Gunnar: „Erfiðasta hlutverkið mitt hingað til er það sem ég er að leika í Heima hjá ömmu.“ LEIKLISTIN FJÖLBREYTT OG SKEMMTILEGT STARF - Hvað finnst ykkur skemmti- legast við að leika? Sigrún Edda: „Það sem mér finnst skemmtilegast er að maður er alltaf að fást við nýja hluti og eng- inn dagur er öðrum líkur. Starfinu fylgir ákveðin spenna sem á oftast vel við mig. Maður kynnist líka alls konar skemmtilegu fólki í leiklistinni. Svo blandast líka aðrar listgreinar inn í, svo sem myndlist og dans ..." Gunnar: „... og förðunarlist og hársnyrtilist! Ekki má gleyma þeim. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmti- legt og maður eignast marga góða vini í starfinu. En það getur líka ver- ið leiðinlegt þegar illa gengur." - Hefur Ronja rænjngjadóttir verið sýnd áður á íslandi? Gunnar: „Nei, bara kvikmyndin sem er allt öðruvísi. Kvikmynd get- ur aldrei jafnast á við góða leiksýn- ingu.“ Sigrún Edda: „Þetta leikrit er með söngvum og dönsum, bíómyndin var ekki þannig." 18 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.