Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1992, Síða 36

Æskan - 01.12.1992, Síða 36
Umsjón: Óskar Ingimarsson BAKTÁLKNAR Hér verður ekki fjallað um fiska þó að nafnið gefi það til kynna enda eru fleiri dýr með tálkn en þeir. Baktálknar telj- ast til sæsnigla sem eru einn flokkurinn í fylkingu lindýra. Þeim er oft skipt í tvo hópa: nakintálkna, sem hafa hvorki skel né mött- ulhol, og dultálkna sem hafa yfirleitt hvort tveggja. Tegundir eru alls um 2000, marg- ar þeirra skrautlegar á lit. Flestir nakintálknar eru kjötætur og mjög sérhæfðir í fæðuvali. Ein tegundin lifir t.d. aðeins á svömpum, önnur á sæfíflum og sú þriðja á eggjum tveggja fisktegunda í strandsjónum. Líklega er þetta ráðstöfun náttúrunnar til að koma í veg fyrir að allir sæki í sama ætið og fái þannig ekki nóg. Gulhjassi er algengasta tegundin í norð- vestanverðu Atlantshafi. Hann verður um 7 sm á lengd, fölgulur með brúna eða rauð- leita flekki sem geta verið mjög breytilegir. Tálknakögur er kringum þarfaopið á aftur- enda hans. Eftirlætisfæða gulhjassa á grunnsævi við grýtta strönd er brauðsvampur. Hjassinn hefur enga kjálka en skefur svampinn með svokallaðri skraptungu. Það er röð hyrnis- tanna sem vaxa stöðugt, svo að einn jaðar- inn haldist alltaf beittur þegar tennurnar slitna. Svamptætlurnar eru húðaðar slími áður en þær fara ofan í meltingarveginn svo að kísilnálarnar í þeim valdi ekki skaða. Gulhjassi gerir ekki víðförult ef nóg er um æti, heldur sig þá mest á sama stað. Eggjunum er verpt í hvítum, hlaupkenndum lengjum sem festar eru neðan á steina eða í skuggsælar sprungur. í hverri lengju er um hálf milljón eggja. Lirfurnar hafast við í yfirborðssjónum sem hluti af svifinu þar til þær hafa náð ákveðinni stærð en sökkva þá til botns og leita uppi fæðusvampinn sinn. Þá taka þær myndbreytingu og verða fullorðin dýr. Mjög fáar lifa þó svo lengi. Laufkögri er stærri en gulhjassi, einir 8 sm eða meira. Frerhst á honum eru tvö fálmara- pör og með fram endilöngu bakinu eru fjað- urskiptir gripangar sem tengjast melting- arfærunum. Þessi nakintálkni lifir á sæfíflum og drepur oft fleiri en hann étur. Hann meltir bráðina án þess að eyðileggja brennifrumurnar sem í henni eru. Þær berast út í gripangana og gegna þar varnarhlutverki fyrir laufkögrann sjálfan. Þetta er einstætt fyrirbæri sem ekki er vitað um annars staðar í dýraríkinu. Sæhéri er ein þekktasta tegund dultálkna. Hann hefur aðeins eitt tálkn og ofurlitla skel, þunna og gagnsæja, sem er að nokkru fal- in undir húðinni á efri hluta líkamans. Hún sést betur þegar dýrið breiðir úr tveimur kjötkenndum sepum á bakinu miðju. Þeir eru framlenging af fætinum og sæhérinn notar þá til að synda stuttan spöl. Annars er hann lítið gefinn fyrir að hreyfa sig og vill helst skríða eftir botninum eða á þangblöð- um. Tvennir fálmarar eru á höfðinu og líkj- ast aðrir þeirra eyrum. Dýrið dregur nafn sitt af því. Sæhérinn er ekki kjötæta. Hann lifir á þangsafa og notar jafnt kjálkaparið og skráptunguna við fæðuöflun. Hann er dökk- rauður á unga aldri og sést þá illa innan um rauð þarablöð. Fullorðnu dýrin geta orðið allt að 15 sm á lengd. Þau eru purp- urabrún eða ólífugræn með greinilega hvíta bletti á hliðunum en það er hinn besti felu- búningur. Fátítt er að sjá sæhéra í fjöruborði nema hann reki á land. Hann heldur sig yfirleitt lengra úti. Eggin eru í sérkennilegum bleik- um hnoðra sem minnir á ull. Þau eru fest við stein eða þangblöðkur og þola að kom- ast í snertingu við bert loft um fjöru. Fólk ætti að taka sæhéra upp með gætni ef það vill skoða hann. Hann spýtir purpura- rauðu efni sem mjög erfitt er að ná af hönd- um eða úr fötum þó að það sé hættulaust. 3 6 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.