Æskan - 01.12.1992, Síða 48
ALDREI í SÖMU
KENNSLUSTOFUNNI
Ég og bræður
mínir, Sigfús
Krisfinn og Einar
Örn. Myndin er
fekin í desember
1991.
Ég - tyrsta skóla-
daginn í Banda-
ríkjunum, 2. janú-
ar 1991.
Stærðfræði, vísindi, franska, enska,
tónmennt, íþróttir, samfélagsfræði
og heimilisfræði.
Skóladagurinn hjá mér byrjar kl.
8.15 og er til 14.45. Við fáum að-
eins eitt matarhlé í 20 mínútur og
engar frímínútur allan daginn. Það
fannst mér mjög skrýtið fyrst þeg-
ar ég kom hingað og varð hugsað
til frímínútnanna á íslandi. í skólan-
um hef ég skáp þar sem ég geymi
allar námsbækurnar og skólatösk-
una og á milli kennslustunda fer ég
í skápinn og sæki það sem mig vant-
ar fyrir næstu kennslustund o.s.frv.
Við erum, sem sé, aldrei í sömu
kennslustofunni. Ég hef yfirleitt frek-
ar mikla heimavinnu og í hverri viku
er a.m.k. eitt eða tvö próf svo að það
er nóg að gera.
KæraÆska!
Ég heiti Eva Ýr Gunnlaugsdóttir
og er fædd 12. desember 1979 og
verð því 13 ára á þessu ári. Þegar
ég var 11 ára, þ.e.a.s. í desember
1990, fluttist ég ásamt fjöldskyldu
minni til Bandaríkjanna þar sem
pabbi minn stundar framhaldsnám
í barnalækningum. Ég á tvo bræður.
Annar þeirra heitir Sgfús Kristinn og
er 7 ára og hinn heitir Einar og er 1
1/2 árs og er hann fæddur hér í
Bandaríkjunum.
Það voru svolítil viðbrigði fyrir
mig að flytja hingað um miðjan vet-
ur og byrja hér í skóla örfáum dög-
um eftir að ég kom. Skólinn hér (-
Cromwell Middle School) ertöluvert
ólíkur skólanum mínum á íslandi,
Grandaskóla. Hér hef ég u.þ.b. 8
kennara, þ.e. einn kennara í hverri
námsgrein og er ekki í ákveðnum
bekk heldur í 8 mismunandi hópum.
Námsgreinar mínar eru þessar:
5 2 Æ S K A N