Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1992, Side 70

Æskan - 01.12.1992, Side 70
ÁST í LEYNI Kæri Æskuvandi! Ég vona innilega að bréf- ið endi ekki í ruslakörfunni því að öll önnur blöð hafa vísað mér frá. Og nú er ég að gefast upp. Það er þannig að ég er rosalega ástfanginn af stelpu í skólanum. En ég hef heyrt að hún sé með strák úr öðrum skóla. Hún veit varla að ég er til. Alltaf þegar ég sé hana fæ ég sting í magann. Hún er æðislega sæt, dökkhærð með stutt hár. Hvað get ég gert til að vekja athygli hennar? Við erum í sama skóla svo að við „hittumst" oft. Svaraðu mér. Annars bugast ég. Einn að deyja úr ást. Svar: Það getur verið töluvert þreytandi að ganga með svona miklar tilfinningar inniiokaðar, varla þó þess virði að brotna yfir því. Ekki gerir það málið auðveld- ara en annars væri að þið eruð fjórir vinir skotnir í sömu stelp- unni. Stundum skapar það sam- keppni og leiðinlegan anda í vinahópnum ef nánir vinir eru að hugsa um sömu stelpuna. í slíkum tilvikum er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að á þessum aldri koma skot og fara en vinir fyigja manni áfram. Þess vegna þarf að gæta vináttunnar vel og láta ekki hrifningu og skot spilla fyrir. Grundvallaratriði varðandi hitt kynið er að hafa gott sjálfs- traust og sýna það i framkomu sinni og útliti, t.d. þrífa sig vel, vera snyrtilegur til fara og þora að segja skoðun sína. Það er margt sem þú getur gert til þess að kynnast henni nánar. Þegarþið „hittist“ í skól- anum getur þú byrjað á því að heilsa henni glaðlega. Þú getur komist að því hvaða áhugamál hún hefur og athugað hvort það fer saman hjá ykkur. Þú getur kynnst vinkonum hennar ef þú þorir ekki að ávarpa hana sjálfa. Skólaskemmtanir eru góður vettvangur til þess að kynnast. Þá er líka hægt að grínast, dansa eða standa sjálfur fyrir einhverjum skemmtiatriðum og gera sig sýnilegan á þann hátt. Margt fleira mætti telja upp en það er ákaflega einstaklings- bundið hvernig unglingar hefja fyrstu kynni. Það sem einum finnst gott að gera hentar ef til vill alls ekki öðrum. Notaðu hug- myndaflugið og nálgastu hana í samræmi við þinn „stíl“ eins og þér hæfir. OF ERFITT TIL AÐ SKRIFA UM Kæra Nanna Kolbrún! Ég á viö mikinn vanda aö stríða. En ég get ekki skrifað um þaö og á mjög erfitt að tala um það. Ég er 15 ára og á heima í Reykjavík. Ég ætla að fá upplýs- ingar hjá þér um til hvers ég á að leita, sálfræðings, Útideildar eða Rauðakrossins, helst símanúmer og götuheiti. Kostar viðtalið eitt- hvað? Ég á ekki peninga, ekki einu sinni 100 krónur. Ég er ekki feim- in. Er ekki hægt að tala við fólkið í síma. Ég held að ég mundi fara að grenja fyrir framan það, er það eðli- legt? Gulla. Svar: Sum mál eru þannig að mað- ur getur ekki hugsað sér að skrifa um þau í blað. Þá er gott að vita hvert maður getur leitað. íReykjavík geta börn og ung- lingar snúið sér til ráðgjafa í skólunum sínum og til Unglinga- deildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, Skógarhlíð 6, sími 625500. Allir unglingar, hvar sem þeir eiga heima geta leitað til Unglingaráðgjafarinnar Síðu- múla 13, sími 689270. Einnig er unglingasími Rauðakrosshúss- ins opinn allan sólarhringinn fyr- iralla unglinga, sími 622266. Þar er einnig svokallað grænt núm- er 99-6622. Rauðakrosshúsið er í Tjarnargötu 35 í Reykjavík. Á þessum stofnunum kostar að- stoðin ekkert en það er öðruvisi á einkastofum. Best er fyrir þig að panta tíma símleiðis og fá síðan að tala við einhvern augliti til auglitis. Þú skalt alls ekki hafa áhyggjur af því að þú munir fara að gráta. Það getur verið mikill léttir fyrir þig að geta grátið, fagfólk skilur vel mikilvægi þess og er ekki ó- vantþví að fólk gráti í viðtölum. MIÐJUBARN Kæra Nanna Kolbrún! Viltu vera svo væn að birta þetta sem fyrst. 1. Ég er í miðjunni af krökkun- um í fjölskyldunni. Stundum skammar mamma mig þó að ég hafi ekkert gert. Og stundum finnst mér eins og mamma haldi að ég sé ekki til. Sú minnsta og sá elsti fá allt sem þau biðja um eða svo að segja. 2. í skólanum er ég alltaf ein en eftir skóla eru stelpurnar með mér. í skólanum er ég lögð i einelti. Ég skil þetta ekki. Vonandi geturðu svarað mér. Úllen dúllen doff. Svar: Mér finnst bréf þitt bera vott um að þú sért að glíma við al- gengan vanda miðjubarna í fjöl- skyldum. Miðjubarn er að vera ekki elst eða yngst í systkina- hópi heldur einhvers staðar um miðbik hópsins. Ýmsir fræðimenn telja að hver staður í systkinaröðinni hafi sín séreinkenni. Mörg miðjubörn hafa sagt frá svipuð- um tilfinningum og þú lýsir í bréfi þínu. Einmanaleiki gerir vart við sig, þeim finnst að eng- inn taki eftir þeim og þau forð- ast árekstra en eru samt alltaf að lenda í þeim. Afleiðing af 7 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.