Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 13

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 13
KVIKMYNDALEIKARAR ÞURFA AÐ VERA ÞOLINMÓÐIR - Reynir ekki mikið á þig í sýning- unni? „Jú, reyndar. Ég er mestallan tím- ann á sviðinu og fer með mikinn texta. En það er allt í lagi. Mér finnst þetta mjög skemmti- legt og vel samið leikrit.“ - Þú fórst með stórt hlutverk í Svo á jörðu sem á himni. Hvort finnst þér hafa verið erfiðara? „Það er afskaplega ólíkt að leika í kvikmynd og á sviði og erfitt að bera það saman. Maður þarf að vera mjög þolinmóður sem kvikmynda- leikari því að oft er löng bið milli at- riða. . u.i ■'■'..■■ - ■ Mér fannst einna erfiðast að gráta. Ég yar,ð líka -a,4.vera með mjög sterk gleraugu. Ég hafði reynd- ar linsur til að vega upp á móti þeim en sá samt mjög illa. En það var mjög gaman að leika í kvikmyndinni.“ - Fleiri í fjölskyldunni en þú hafa leikið... „Já, mamma mín, Helga Jóns- dóttir, er leikkona. Bróðir minn, Árni Egill, lék í myndinni, Það var skræpa, sem var sýnd í sjónvarpinu um jólin í fyrra. Hann er ellefu ára. Eldri systkini mín léku í Óvitunum og nokkrum öðrum leikritum." - Hafa þau snúið sér að öðru? „Já, þau eru tónlistarfólk. Jón Ragnar er í framhaldsnámi í sellóleik í Manchester. Margrét var í Sykur- molunum. Hún er núna að útsetja lög og vinna við upptöku á barna- plötu - eins og í fyrra.“ ELLEFU SINNUM Á SÖNG- LEIKINN VESALINGANA - Áttu eitthvert draumahlutverk? „Nei - en ég hef alltaf fengið skemmtileg hlutverk. Og ég held að maður geti gert öll hlutverk skemmtileg." - Á hvaða leikara hefur þú mest i dálæti? „Judie Foster hefur alltaf verið eft- irlætisleikkona mín. Ég sá hana fyrst í „Bugsy Malone". Það var mjög fyndin og skemmtileg mynd. Kannski langaði mig mest til að fá að leika það hlutverk." - Hvaða leikrit hefur þér þótt skemmtilegast? „Þau hafa mörg verið skemmtileg. En kannski ég nefni Vesalingana. Þegar ég var lítil fór ég ellefu sinnum á þann söngleik. Ég kunni öll lögin í honum!“ - En kvikmynd? „Auk „Bugsy Malone" er það Punktur, punktur, komma strik. Ég hef séð hana enn oftar en Vesaling- ana af því að ég á hana á mynd- bandi.“ - Áttu gæludýr? „Ég átti kött í fjögur eða fimm ár en hann dó fyrir hálfu ári. Hann hét Dúlli Ólsen.“ - Stefnir þú að því að starfa sem leikkona? „Mig langar að gera svo margt að ég hef ekki tekið ákvörðun enn. En það er eitt af því sem kemur til greina." NÍU ÁRA BALLETTNÁM Gunnlaugur Egilsson er fimmtán ára nemandi í 10. bekk Austurbæjar- skóla. Hann kom fyrst fram í kvik- myndinni Útlaganum eins árs að aldri! Síðan hefur hann birst í litlum hlutverkum í nokkrum kvikmyndum, leikið í Söngvaseiði og einu sinni í áramótaskaupi. En aðaláhugamál hans er ballett... Æ S K A N 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.