Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Síða 14

Æskan - 01.12.1994, Síða 14
„Já, ég hef lært ballett í níu ár í Listdansskóla íslands og æfi þar sex daga í viku, tvær og hálfa klukku- stund í senn.“ - Hefur þú dansað í mörgum sýn- ingum? „Ég hef dansað í Coppeliu og Draumi á Jónsmessunótt - og auk þess á nokkrum nemendasýningum. Við erum núna að æfa fyrir sýningu til styrktar íslenska dansflokknum. Hópurinn, sem ég er venjulega í, er að sýna Sónötu í íslensku óperunni en ég gat ekki tekið þátt í þvi vegna leiksýningarinnar." - Fáir strákar endast lengi í ball- ett... „Já, þeir koma og fara. í Listdans- skólanum eru núna 80-90 stelpur en fjórir eða fimm strákar." - Er ekki erfitt að velja verk til sýn- inga fyrst svo fáir strákar eru með? „Kennararnir semja dansa fyrir nemendasýningar og miða þá bara við hópinn. í Coppeliu dönsuðu tvær stelpnanna sem strákar." - Er strákum strítt ef þeir stunda ballettnám? „Mér var strítt dálítið í byrjun. Þegar maður hittir einhvern í fyrsta sinn og segir frá þessu verður hann kannski undrandi. Svo er það ekkert meira.“ „SPURNINGIN ER HVENÆR MAÐUR VILL FARA“ - Hvaða dansarar hafa þér fundist bestir? „Þeir eru margir góðir. En ég get nefnt Barysnikov - og Nurijev sem reyndar er látinn." - Stefnir þú fremur að því að verða ballettdansari en leikari? „Ég er á óvissutímabili og veit ekki hvað ég vil helst starfa. Ég gæti hugsað mér að verða leikari en kannski fer ég utan í framhaldsnám í ballett." - Hvenær ertu kominn á það stig í náminu að eðlilegt sé að leita fram- haldsmenntunar erlendis? „Sá tími er í sjálfu sér kominn. Spurningin er bara hvenær maður vill fara.“ - Hvert vildirðu helst fara ef af því yrði? „Til einhvers lands í Evrópu, kannski Danmerkur." - Legðir þú þá eingöngu stund á ballett? „Nei, ég færi líka í annað nám.“ - Móðir þín og amma, Tinna Gunnlaugsdóttir og Herdís Þor- valdsdóttir, eru leikkonur; faðir þinn, Egill Ólafsson tónlistarmaður og leikari. Hafa systkini þín líka leikið? „Bróðir minn, Ólafur Egill, er að leika í Einkalífi, kvikmynd sem verið er að taka núna og er eftir Þráin Bertelsson. Hann er 17 ára. En Ellen Erla er sex ára og ekki farin að leika.“ „SENDI MIG ÚT í SAL“ - Foreldrar þínir léku í Vesalingun- um. Álfrún Helga sagðist hafa séð þá sýningu ellefu sinnum! Sást þú hana kannski álíka oft? „Að minnsta kosti mjög oft. Ef mamma hafði engan til að passa mig sendi hún mig út í sal!“ - Áttu eftirlætisleikara? „Mér finnst Daniel Day Lewis mjög góður.“ - Hefur þú lært á hljóðfæri? „Ég var í tónlistarnámi en hætti því tólf ára. Ég komst ekki yfir hvort tveggja. Ég byrjaði að læra á flautu, síðan fiðlu og loks klarinett." - Hvað gerir þú fleira í tómstund- um? „Ég er bara með vinum mínum - og lifi.“ - Hefur þú verið í „bílskúrshljóm- sveit“ eða er það á döfinni? „Nei. Það hafa bara verið ein- hverjar pælingar, ekkert meir.“ - Á hvernig tónlist hlustar þú helst? „Gamla músík, frá hippatímabil- inu.“ - Af hverju? „Flestir vinir mínir hlusta á hana.“ - Hafið þið líka lífsskoðun og hipparnir? „Nei, ég held að þetta sé frekar til þess að prófa eitthvað sem er öðru- vísi en það sem núna er vinsælast - og kannski að njóta þess sem for- eldrar okkar nutu.“ - Hefur þú sérstakt dálæti á ein- hverjum tónlistarmanni? „Ég hef litið verið að pæla í því. Ég held að það sé enginn einn sem ég dái umfram aðra. En Jimi Hendrix var góður.“ - Eru nokkur dýr á heimilinu? „Fyrir utan systkini mín? Nei!“ 7 4 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.