Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Síða 16

Æskan - 01.12.1994, Síða 16
í þetta sinn skulum við huga ab skrautræmum sem þú getur klippt úr mislitum pappír. Efni: Þú þarft mislitan pappír, ekki allt of þykkan. Mynstrin hér á síöunni henta fyrir renninga sem eru 1/4 hluti úr örk (62 x 45,5 sm). Annars minnkar þú mynstrin eöa stækkar eftir því hvernig pappír þú hefur. Ef þú átt renninga getur þú sem best notað þá. Þú þarft einnig mjög góö skæri og lím. Til aö skreyta meö er gott að hafa tússliti, alls konar pappírsaf- ganga og annað sem þér dettur í hug aö nota. Aöferö: Ef þú ert meö heila örk skiptir þú henni ífjóra renninga (mynd 1). Hvern renning brýtur þú fyrst í miðju og svo í annað og þriöja sinn. Þá hefur þú skipt honum í átta jafna hluta. Næst sléttar þú úr brotunum og brýtur harmoníkubrot (notar sömu brotin) (mynd 2). Á efsta flötinn teiknar þú mynstriö sem þú ætlar aö nota og gætir þess aö punktalínur merkja brot í renn- Mynd 1 ingnum. Þær línur þarf auövitað ekki aö teikna því aö eftir þeim má alls ekki klippa. Á mynstrunum eru líka aðrar punktalínur til aö hjálpa þér meö skreytingarnar (mynd 3). Nú heldur þú renningnum sam- anbrotnum í annarri hendi og klippir svo eftir heilu línunum. Gættu þess vel aö klippa ekki neins staðar eftir brotinu. Mynd 2 Þá hefur þú heila ræmu af mynstr- inu þínu tilbúna til skreytingar. Þaö má líka alveg sleppa því að skreyta ræmurnar nema e.t.v. snjókarlinn og bjölluna. Þú getur líka skreytt fremstu myndina og notað ræmuna til aö skrifa á jólakveðju til vina og kunn- ingja - eða notað hugmyndina til aö útbúa jólakort. Ræmurnar má nota sem hillu- eða borðskraut eöa festa þær á hurðir, spegla, veggi eöa í glugga. Eflaust getur þú fundið margvísleg önnur not fyrir þær. Cleöileg jól! Sigríöur Soffía Sandholt. 7 6 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.