Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 22

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 22
LACIÐ VAR ums • • - Úr sögunni, Sitji Guðs englar, eftir Guðrúnu Helgadóttur. - Þaö eru komin jól. Krakkarnir í stóru sjómannsfjölskyldunni dveljast hjá kunningjafólki af því oð mamma þeirra er á spítala. Hún veiktist eftir oð henni fæddist sonur, eitt barniö enn... Þetta er á stríösárunum. Bandarískir hermenn eru í bænum og hafa aösetur í klaustrinu en nunnurnar, vinkonur fjölskyldunnar, hafa vikiö um set... Viö birtum kaflann, Fyrir neöan klaustriö stóö ameríski herinn og söng - lítiö eitt styttan: Það var gaman hjá Kristínu og Steingrími. Allt var orðið svo fínt og fallegt hjá þeim. Kristín átti tvennar gardín- ur fyrir stofugluggana. Aðrar voru settar upp á sumrin, hinar á veturna. Heima hjá Heiðu voru bara til einar. Kristín hengdi ekki upp músastiga í loftið eins og allar hinar konurnar. Hún setti bara grenigreinar og kerti hér og þar og Heiöu fannst það fal- legra. Og jólaskrautið hennar Kristín- ar var þab fallegasta sem hún hafbi séð. Alla vega litar kúlur og stjörnur og englar sem voru klemmdir á greinarnar á jólatrénu. En mest var gaman þegar hann Steingrímur kom meb snjóhúsið neöan úr kjallara. Þau lagfærðu á því bómullina og bjuggu til jólasveina úr pípuhreinsurum sem renndu sér á skíðum í kringum það. Loks kom Steingrímur með Ijósaperu og stakk henni inn í húsib. Þegar kveikt var og Ijósið kom gegnum rauðar glanspappírsrúðurnar fékk Heiða kökk í hálsinn. Þab var svo fal- legt að hún óskaði þess ab hún gæti átt heima í því. Kannski vildi hún bara alltaf eiga heima hjá Kristínu. Heima hjá henni var enginn núna nema amma og afi. Hún hljóp reyndar stundum heim til að hella úr koppnum fyrir afa af því ab amma var svo ónýt í fótun- um. En afi var ægilega skapvondur. Hann reri bálvondur fram í gráðið og auöi bletturinn á bakinu á henni Rauðku var alltaf ab stækka. Amma sat alla daga vib að lagfæra jólafötin krakkanna frá því í fyrra. Elsku Heiða mín, sagði hún, lestu dulítið fyrir hann afa þinn meban ég lýk við þetta. En afi sagbi ab þetta væru kjaft- askar og fáráölingar sem skrifuðu í blaðib og það var alveg sama hvað Heiða las, honum fannst það allt vit- leysa. Pabbi var farinn á sjóinn. Hann hafbi aldrei verið heima á jólunum svo að Heiða myndi. Hann hafbi komiö til Kristínar ab kvebja Heiöu. Og hann hafði skilib eftir pakka. Ekki meb jólapappír utan um en samt átti hún ekki að opna hann fyrr en á jólunum. Heiða sá hvab hann hafbi kostað af því ab kaupmaöurinn hafði skrifað það með feita blýantinum sínum og þab var heilmikib. Heiöa var reglulega glöð. Mamma og pabbi höfðu aldrei gefib þeim jólagjafir í jólapappír heldur bara föt. Og fötin fengu þau alltaf fyrir jólin. Hún hafbi satt að segja kviðið svolítiö fyrir að láta Kristínu sjá ab hún fengi ekkert frá pabba og mömmu. En nú var því bjargaö. Henni þótti ósköp vænt um pabba. Kristín hlyti að geta skilið að pabbi kunni ekki að pakka í jólabréf. Mömmurnar gerbu það víst alltaf. Pabbi gat verið góbur. Amma sagði að hann hefbi ekki smakkað dropa í þetta skipti. Hann var bara alltaf hjá mömmu og nýja stráknum á spítalanum. Honum er ekki alls varnað, garminum, sagði amma. Og pabbi fór. En Birgir Björn kom. Hann tók sér frí úr jólatúrnum. Hann sagði að síð- asta feröin hefði verið hræðileg. Þýsk 2 2 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.