Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Síða 25

Æskan - 01.12.1994, Síða 25
bogadóttir, g Emma kriikkunumiHon,l99Z Á sundmóti í Mosfellsbæ íágúst sl. Talið frá vinstri: Systkinin á Akureyri ijúni í sumar. Áslaug Þorsteinsdóttir (silfur i skriðsundi), Örn Björnsson (brons í bringusundi), Emma Rakel (gull í bringusundi), Inga Harðardóttir (formaður Þjóts). „Hún hefur farið þangað nokkur sumur og verið í tvær vikur. Á veturna er hægt að dveljast þar um hverja helgi. Þau fara líka stuttar ferðir þaðan, t.d. til Reykjavík- ur.“ „Við höfum skoðað Ráðhúsið og farið á ball íTónabæ," segir Emma Rakel. „Þá spilaði KK-bandið þar.“ - Þótti þér það skemmtileg hljóm- sveit? „Neei, ekki mjög.“ - Hvaða hljómsveit þykir þér best? „Pláhnetan." - Finnst þér gaman að hlusta á tón- list? „Já, ég spila á hverjum degi. Ég á 17 eða 19 diska.“ GOSI M-SON - Áttu eitthvert dýr? „Já, kött, Gosa M-son. Hann sofnar hjá mér á kvöldin." - M-son? Merkir það kannski Mömmuson? „Já,“ segir hún og brosir feimnislega. - Hvenær fékkstu hann? „6. mars. í afmælisgjöf. Manstu að Gosi á afmæli á laugar- daginn," spyr hún svo mömmu sína. „Já, ætli ég muni það ekki,“ svarar Ásdís. „Það er ekki sjaldan búið að minna mig á það! Hann veróur árs- gamall 19. nóvember. Gosi er fyrsti kötturinn sem hún á ein,“ heldur hún áfram og beinir því til mín. „Við höfum líka átt fjölskylduketti, Mýslu og Mæju.“ - Hvað tekur við að loknu námi í grunnskólanum? „Hún á rétt á að vera þrjár annir í Fjölbrautaskólanum. Sú deild er ný- byrjuð. Bróðir hennar er þar og lýkur námi í vor. Hann er sautján ára. Hálfan daginn vinnur hann á vernduðum vinnustað á Akranesi - við að búa til lyfjaskápa, þræða garn á öngla og sauma poka fyrir skreiðarútflutning. Hún á líka rétt á vinnuþjálfun þar.“ MATARKLÚBBURINN MIÐJAN - Þú sagðir að þér þætti gaman að hitta vini þína í skólanum, Emma Rakel. Eruð þið líka saman þegar þið eruð ekki í skólanum? „Já, oft í sundi og svo förum við út að borða, einu sinni í mánuði. Ein! Bara við krakkarnir." - Á ýmsa veitingastaði? „Nei, alltaf á Barbró. Og alltaf á miðvikudögum, á kvöldin." - Hvað borðið þið helst? „Pitsur og hamborgara." - Hverjir fara með þér? „Gummi (Guðmundur Elías), Hjört- ur, Áslaug, Addi og Kristjana. Það er matarklúbburinn. Hann heitir Miðjan." - Af hverju nefnduð þið hann Miðj- una? „Af því að við förum á miðvikudög- um!“ Ég þakka þeim mæðgum fyrir spjallið og óska Emmu Rakel góðs gengis í starfi og leik. Æ S K A N 2 5

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.