Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 36

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 36
Þegar fjölskyldur koma saman um jólin er gaman að bregða sér í leiki. Við höfum iðulega lýst leikjum í jólablöðum Æskunnar - t.a.m. 1989 (bls. 11), 1990 (bls. 10) og 1985 (26—27). Líklega hafa fá ykkar lesið elsta blaðið. Þess vegna birtum við að nýju tvo leiki úr því og bætum öðrum við: LEIKIR FYRIR LATBRAGÐS- LEIKUR Hann er fólginn í því að túlka eitthvert starf, atvik eða al- þekkt kvæði með til- burðum og svip- brigðum en án þess að segja nokkuð eða gefa frá sér hljóð. Á- horfendur eiga að þekkja hvað verið er að leika. Dæmi: Sýna á lax- veiðimann. Hann kemur inn, byrjar á því að látast klæða sig í klofhá stig- vél, fer í úlpuna, tekur fram dós með veiðiflugum og önglum, skoðar þetta í krók og kring, nær í stöngina, tekur hana úr hulstrinu, setur hana saman, hnýtir flugu á línuna, snýr hjólinu, ef til vill krækir hann önglinum í föt sín eða fingur á sér. Að lokum skálmar hann niður að ánni og kastar fyrir laxinn. Svo bítur á. Hann dregur með tilþrifum... „SKOLLI" TEIKNAR Nógu erfitt þykir flestum að teikna með augun opin. En hvernig tekst til þegar bundið er fyrir þau? Stjórnandinn límir nokkur stór blöð upp á vegg. Þá eiga viðstaddir hver af öðrum að teikna eitthvað sem fyrir þá er lagt. Þið munuð sjá að höndin verður ekki notadrjúg við teikninguna þegar ekki nýtur augn- anna. Gæta verður þess að hafa ekki teikniáhöld sem hætt er við að smiti úr á veggi eða festi á þá lit þó að farið sé út fyrir blaðið. ELTINCARLEIKUR Tveir taka þátt í leiknum í einu. Þeir standa hvor sínum megin við borð. Bundið er fyrir augu þeirra. Þeir eiga að leita hvor annars og sá vinnur sem fyrr grípur í öxl hins. Til þess þurfa þeir að færa sig með fram borðinu og hlusta gaumgæfi- lega eftir hljóði hvor frá öðrum. Auðvitað verður að taka allt brot- hætt af borðinu... HVER ER ÞETTA? Einn úr hópnum fer út úr herberg- inu. Þar er bundið fyrir augu hans. Síðan er hann leiddur aftur inn og gengið með hann til hvers af öðrum. Hann á að taka í hönd allra og nefna hverjum hann heilsar. Þegar hann hefur getið sér rétt til um einhvern tekur sá við hlutverki hans. Auðveldast er að átta sig á hver börnin eru. Þess vegna er sjálfsagt að ganga fyrst til þeirra fullorðnu - ef fólk á ýmsum aldri tekur þátt í leiknum. TEYOANLECT Teygju er smeygt yfir höfuð þátt- takenda og hún sett á nefbroddinn eða kinnbeinin. Keppnin er fólgin í því að koma teygjunni niður á háls án þess að nota hendur. Andlits- hreyfingarnar verða eflaust marg- breytilegar! KAPPHLAUP... Bolti er settur milli hnjáa og kapp- hlaupið hefst. Ef hann dettur verður að byrja að nýju frá rásmarki. Þyngja má leikinn með því að ætla „hlaupurunum11 að renna skeið- ið með skeið í munni og eggi í! AÐ MATA Tveir taka þátt í leiknum í einu. Þeir eiga að sitja samsíða við borð með bundið fyrir augu. Hvor þeirra fær disk og skeið og á að mata hinn. Á diskana má setja kornhringi eða annað sem ekki gerir óhreint þó að það rati ekki rétta leið. Ef kosið er að hafa á þeim skyr, hafragraut eða eitt- hvað slíkt verður að sveipa þátttak- endur í lök og gjarna breiða yfir borð og stóla... 3 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.