Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Síða 37

Æskan - 01.12.1994, Síða 37
HNETUBÓT 100 g af hnetum 3 dl sykur 2 dl Ijóst sýróp 2 dl kaffirjómi 2 msk. smjör 1/2 tsk. salt 1. Blandið saman öllu nema smjöri og hnetum og setjið í pott með þykkum botni. Látið það sjóða við hægan hita í 50-60 mínútur. Athugið þá hvort þykktin er hæfileg með því að hella örlitlu í kalt vatn. Þegar hægt er að móta kúlu úr massanum hefur hann soðið nógu lengi. 2. Meðan þessa er beðið eru hneturnar malaðar (ekki mjög smátt). 3. Smjörinu og hnetunum er bætt í. Það er látið standa um stund á smurðri plötu og kólna. 4. Berið olíu á hendur og hnoðið massann þar til hann er orðinn seigur og mjúkur. 5. Rúllið í mjóar stangir og skerið í litla bita. CÓÐ HUCMYND Setjið negulnagla í appelsínu. Vefjið silkiborða utan um hana og hengið upp í glugga - bæði sem skraut og til að fá jólailm. Margs konar sælgæti er borið á borð um jólin. Sumir hafa gam- an af að búa það til sjálfir. Hér eru nokkrar hugmyndir - fengnar úr tímaritinu Kamratposten í Sví- þjóð. Lesendur eru beðnir að hefj- ast ekki handa fyrr en móðir þeirra hefur heimilað... Varla þarf að minna á að bursta tennur afar vel eftir að hafa borðað sætindin. MYNTUSTYKKI 4 dl flórsykur 1/2 tsk. edik 2-3 dropar piparmyntuolía 1 plata af dökku súkkulaði 1. Sjóðið súkkulaðið, vatnið og edikið í 4-5 mínútur. Takið eina skeið af því og látið það kólna. Takið síðan örlítið af efn- inu milli þumalfingurs og vísifing- urs. Ef það teygist í þráð milli fingranna er það tilbúið. 2. Hellið massanum á fat og bætið piparmyntuolíunni í. Stappið hann með gaffli þar til hann verður hvítur og þykkur. Bætið vatni í ef hann virðist of þykkur. 3. Mótið í kúlur eða stykki. Látið harðna. 4. Bræðið súkkulaðið í vatns- baði. (- Aðferð: Sjá súkkulaði- hlaup). Veltið stykkjunum upp úr súkkulaðinu og leggið þau á smjörpappír. Þegar hjúpurinn hefur harðnað má vefja álpappír utan um stykkin. LITFA6UR 1,5 dl mjólk 4 dlsykur 1,5 dl kókosmjöl Rauður eða grænn matarlitur Smyrjið mót sem er 15 x 15 sm. Látið suðu koma hægt upp á sykri og mjólk - í potti með þykkum botni. Sjóðið í 3 mínút- úr. Hafið lokið yfir (en gætið vel að suðunni). Takið lokið af og sjóðið áfram í 10 mínútur. Látið örlítið af massanum í kalt vatn. Þegar hægt er að móta hann í kúlu er hann tilbúinn. Annars þarf að sjóða dálitlu lengur og reyna aftur. Takið pottinn af hellunni og bætið kókosmjöli í. Hellið helm- ingnum í mótið. Blandið matar- litnum í það sem eftir er í pottin- um og hrærið vel í. Hellið síðan yfir það sem fyrir er í mótinu. Látið þetta harðna. Vætið hníf í matarolíu og sker- ið í ferninga. Þegar massinn er orðinn þéttur eru bitarnir losaðir hver frá öðrum. Síðan má vefja þá í sellófan-pappír. SÚKKULADIH LAUP 4 msk. sulta, t.a.m. með apríkósubragði 1/2 pakki af dökku suðusúkkulaði 1. Setjið sultuna í lítil mót og frystið í ísskáp. (Hún verður ekki alveg hörð). 2. Bræðið súkkulaðið í vatns- baði (í skál sem þolir hita og lögð er í pott með sjóðandi vatni). 3. Látið sultubitana í bráðið súkkulaðið, einn í einu. Snúið þeim með gaffli og látið aftur í mótin. Kælið þá nokkra stund. 4. Berið þá kalda fram. Æ S K A N 3 7

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.