Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1994, Qupperneq 46

Æskan - 01.12.1994, Qupperneq 46
vinsælli í Finnlandi en fólk gerir sér grein fyrir hérlendis. Hann hefur verið ofarlega á vinsældalistum þar. Og Sykurmolarnir eru auðvitað þekkt nafn víða um heim. En Unun er íslensk hljómsveit fyrir íslendinga. Við semjum og syngjum alla texta okkar á íslensku og höfum ekki gert neinar áætlanir um að flytja tónlist okkar til útlanda. Hins- vegar hefur útgáfufyrirtæki okkar, Smekkleysa, ýmis sambönd eriendis. Öllum plötum hennar er t.a.m. dreift til margra landa. Ef einhverjir sýna Unun áhuga erlendis er það gott og bless- að. Við tökum ákvörðun um framhald á því ef um það verður að ræða.“ Það vakti athygli í sumar þegar þessir kunnu pönk- og nýrokkarar fengu Rúnar Júlíusson til liðs við sig í laginu Ég mun aldrei gleym’enni. Rúnar tilheyrir einkum bítlatímabilinu (Hljómar) og hippaárunum (Trúbrot) þó að hann hafi komið fram á ný í rokkdeildinni með GCD fyrir nokkrum árum... „Þetta lag þurfti á kántrísöngvara að halda. Það kom varla annar til greina en Rúnar.“ - Sykurmolarnir byrjuðu sem ein- hvers konar sprell. Margir álíta Unun vera eitthvað af því tagi. En hver eru framtíðaráformin? „Við ætlum að starfa áfram sem al- vöruhljómsveit. Óbó, trommarinn úr Yukatan, er kominn til liðs við okkur. Við munum fylgja nýju plötunni okkar eftir með kröftugri spilamennsku. Og við erum þegar farin að huga að næstu plötu,“ segir Þór Eldon að lokum. PLÖTUDÓmR ÞÉTT NÝROKK Titill: Allar kenningar heimsins og ögn meira Flytjandi: Hljómsveitin Maus Maus kvartettinn sigraði í Músíktil- raunum 1994. Allar kenningar... staðfest- ir að hann var vel að sigrinum kominn. Þeir félagar spila hávært, nýstárlegt og þétt gítarrokk á millihraða. Keyrslan er jöfn og ákveðin. Við fyrstu hlustun renna lögin saman í eitt. Það er fátt um hrífandi laglínur eða áberandi einleikskafla. Fyrir bragð- ið fær samstilltur hljóðfæraleikur að njóta sín undir hröðum trommuhama- gangi. Söngurinn er fremur lágvær í samanburöi við hann. Þegar lengur er hlustað öðlast lögin vinalegt yfirbragð. Þau venjast vel, einkum Drukknandi ég, Lost og þó sér- staklega Ljósrof. Reyndar venst öll plat- an svo vel að hún leitar oftar á fóninn en aðrar nýjar plötur. Einkunn: 6,5 (lög), 3.5 (textar), 9.5 (túlkun) = 6,5 HEFÐBUNDIÐ ÞUNGAROKK Titill: My Own Wings Flytjandi: Hljómsveitin Dos Pilas Dos Pilas gæti verið hvaðan sem er af meginlandi Evrópu. íslensk sérkenni heyrast engin. Þess í stað bergmála margir kunnuglegir kaflar frá breskum og bandarískum þungarokkurum á plötunni. Ozzy, Black Sabbath, allar Deep Purple sveitirnar og hefðbundnir bandarískir iðnaðarrokkarar koma upp í hugann. Svona hljómuðu flestar þungarokksplöt- ur áður en „þrassið", „spídið", dauðarokkið og það allt endurnærði þungarokkið í upphafi níunda áratugar- ins. Flest lögin eru róleg. Allt er slétt og fellt. Flutningur er pottþéttur, hljóðfæra- leikur vitnar um fingrafimi og fag- mennska einkennir hvern tón. Ósannfærandi textar á ensku draga plötuna niður. Textar á íslensku hefðu hleypt auknu lífi í flutninginn. Einkunn: 7,0 (lög), 2.5 (textar), 5.5 (túlkun) = 5,0 4 6 Æ S K A N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.