Æskan - 01.12.1994, Page 60
Mariulaug á Snæfellsnesi
Kvöldverður í sumarbústaðnum
snerum við og ákváðum að tjalda og
grilla. Við fundum fallegan tjaldstað
að Búðum. Þegar búið var að tjalda
og borða komum við okkur fyrir í einu
tjaldinu og töluðum saman fram eftir
nóttu. Loksins fór fólk þó að þreytast
og skriðu þá allir í svefnpokana.
Um sex-leytið leit einhver út úr
tjaldinu sínu og sá að jökullinn hafði
„hreinsað sig“. Þá var hafist handa
við að vekja mannskapinn. Það gekk
ekkert allt of vel! Um átta-leytið vor-
um við þó komin upp á jökulinn eftir
einungis 45 mínútna akstur frá Búð-
um. Þar var glaða sólskin en þegar
horft var niður sást þykk skýjabreiða
eins og oft þegar maður horfir úr flug-
vél.
Við fórum upp á hæsta tindinn og
renndum okkur svo niður á rassinum
nema bróðir minn á skíðum. Uppi á
jöklinum borðuðum við morgunmat-
inn og lágum síðan í sólbaði til há-
degis. Þá fórum við að tygja okkur til
heimferðar. Sumir fóru á skíðum.
Þegar niður kom var brunað í bæinn
og allir voru ánægðir með vel heppn-
aða og skemmtilega ferð.
í HÚSAFELLI
Dagana 20.-27. júlí fórum ég, móð-
ir mín, systir og faðir minn í sumarhús
í Húsafelli. Vió komum seint þann 20.
og vorum því fljót að skríða upp í
rúm. En næstu daga gerðum við
margt skemmtilegt. Við fórum að
skoða hellinn Víðgemli og brugðum
okkur á hestbak. Eina almennilega
sólskinsdaginn gengum við á Strút
sem er 938 m. Gönguferðin tók 40
minútur.
26. júlí fórum við að veiða í Úlfs-
vatni á Arnarvatnsheiði og var það
mjög gaman. Við veiddum 17 fiska.
í þesari Húsafellsferð fórum við
auðvitað oft í sundlaugina, pínugolf
og gengum um svæðið. Við skrupp-
um einnig að rótum Langjökuls og
máluðum myndir. Veðrið var milt allan
tímann þó að sólin léti ekki mikið á
sér kræla og einnig rigndi annað slag-
ið.
FYRIR NORÐAN
Um Verslunarmannahelgina fór ég,
faðir minn, yngri systir mín og bróðir
minn ásamt konu sinni og barni í
Helgina 4.-5. júní fór ég með fjöl-
skyldu minni og vinum okkar á Snæ-
fellsnes. Ætlunin var að fara á Snæ-
fellsjökul. Við lögðum af stað kl.
13.00 á laugardag 4. júní og vorum á
fjórum jeppum.
Á Snæfellsnesinu skoðuðum við
nokkra áhugaverða og skemmtilega
staði, t.d. Arnarstapa og Marlulaug.
Hún er lítil og við hana er lítil, hvít
Marlustytta. Sagt er að vatnið í laug-
inni gefi orku og auðvitað fengum við
okkur öll sopa úr henni.
Þó að klukkan væri orðið margt
ætluðum við að reyna við jökulinn.
Við reyndum að komast upp frá
Ólafsvík en það var skýjað á jöklinum
og því ekkert skyggni svo að við
6 0 Æ S K A N