Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1994, Side 72

Æskan - 01.12.1994, Side 72
Vinaballió í Árseli er orðið ár- viss viðburður. Fyrsta vinaballið var haldið 1990 en þá unnu mörg félög og stofnanir saman undir kjörorðinu Unglingar gegn ofbeldi. Við, starfsfólk í Árseli, vildum gera eitthvað á jákvæðu nótunum og slógum upp balli þar sem allir voru vinir. Það tókst frábærlega vel og síðan er vinaballið einn fjöl- sóttasti dansleikur ársins. „Allir eru vinir í Árseli" er víg- orð sem við notum mikið. Þótt það sé dálítið væmið hefur það á- hrif og öllum líður betur á stað þar sem vinátta ríkir. Eða er einhver sem er ekki sammála því? Vinaballið 1994 var haldið í Ár- seli 11. nóvember en myndirnar í þessari opnu eru frá slíku balli fyr- ir ári. VINIR í HEIMSÓKN Við bjóðum alltaf einhverjum vinum í heimsókn á ballið. í fyrra voru það nemendur Hólabrekku- skóla. Skipst var á gjöfum og dansað af miklum móði. Ýmislegt er sér til gamans gert á vinaballi eins og sjá má af myndunum. Þar er líka haldin vinavangakeppni og allir geta tek- ið þátt í vinaveggjakroti. Þá gefst tækifæri til að „krota á vegg“ eitt- hvað fallegt um vini sína. Jakob Frímann Þorsteinsson. VINABALL í ÁRSELI HEILL HEIMUR AF VINUM! Vinur faðmaður með bros á vör. Föðmumst! FAÐMLAGAKEPPNI í byrjun dansleiksins var efnt til faðmlagakeppni. Þar var keppst um að faðma sem flesta innan ákveðinna tíma- marka. Ótrúlegur fjöldi faðm- laga safnaðist eða um níu þús- und! Geri aðrir betur! 7 2 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.