Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 10

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 10
8 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR ( einu. Og það var saft, þetta var ekki vindþytur — það var barið. Konan greip kertið og gekk til dyra hröðum skrefum. IV. Ókunnur drengur stóð frammi fyrir henni, og undarlegur drengur var það. Það glampaði á brjóst hans, fötin voru alsnjóug, lokkarnir hrímaðir og augun full af tárum. Hann skalf af kulda og bað um húsaskjól. »Er enginn með þjer?« kallaðikonan. >Ertu einn á ferð? Komdu inn, komdu fljótt inn!« Og hún hristi snjó- inn af fötum hans, en það glampaði á brjóstið eftir sem áð- ur. Hún þurkaði tár- in úr augum hans, og þá glóðu þau eins og gimsteinar. »Elskulega jóla- barn«,hvíslaðiMagð- alena litla, »sestu nú við eldinn og ornaðu þér«. Konan spurði aftur og aftur, hvaðan hann kæmi og hver hann væri. Hún kross- lagði hendurnar á meðan. »Jeg er Þjóðvaldur frá Gjallarheimi*, svaraði drengurinn að síðustu. »Jeg reið út á skóg. Þá flugu akurhænsni upp skamt frá mjer; við það fældist hesturinn, og jeg datt af baki. Jeg ráfaði um skóginn þangað til orðið var dimt. Þá fór að snjóa og hvessa, og jeg hvorki sá nje heyrði og vissi varla af mjer fyr en jeg datt um koll. Samt komst jeg á fætur aftur og hjelt áfram, og þá sá jeg ljósið hjerna. Lofið þið mjer nú að vera inni hjá ykkur og gerið mjer ekki mein! Hann pabbi kemur bráðum«. Hrollur og skjálfti fór um hann, er hann sagði þetta. Konan leysti af honum skóna, en átti erfitt með það. Þeir voru stokkgaddaðir. Drengurinn sárkendi til; en konan lagði kaldar græðijurtir á hendur hans og fætur, hitaði súpu handa honum og mataði hann á henni. Magðalena læddist á tánum í kringum drenginn, horfði á fallegu lokkana hans, rjóða vangana, glitrandi brynjuna á brjóst- inu og fallegu aug- un hans. »Vesalings jólabarn.hvernig get- ur það átt sjer stað, að þjer skuli vera svona ósköp kalt?« Konan tók nú kodd- ana úr öllum rúmun- um þremur og bjó litla gestinum hvílu á bekknum við ofninn. Þjóðvaldur lagðist þar fyrir og sofnaði brátt. Konunni var nú orðið ljettara um hjarta. Þessi dreng- ur, sem leitaði á náðir hennar á jóla- nóttina, var góður fyrirboði. Hún tók nú að raula fyrir Magðalenu litlu, sem ekki vildi heyra það nefnt að fara að sofa. Hún söng gömul jólakvæði, falleg og innileg. Eitt af þeim, um lága kotið í litla þorpinu, varð hún að endurtaka: „Æ, þjer er, blessað barn, svo kall, því bifur vindur naeðir svalt. Þú átt svo ósköp bágt. Ó, ef jeg sjálfur ætti ból og ofurlítið húsaskjól, þótt kot sje ljótt og Iágt, jeg blíðri móður byði þá með barnið mjer að vera hjá“. Hjer hætti hún að syngja og hlustaði á andardrátt sofandi drengsins. Og Magðalena sat hjá með krosslagðar hendur. . . .

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.