Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 11

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 11
1ÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 9 V. Gjallandi lúðraþylur kvað við úti fyrir. Konunni varð hverft við. Uti var stigið þungt til jarðar. Dyrnar opnuðust, og inn komu alsnjóugir menn, á meðal þeirra var tíguleg kona. Móðir Magðalenu leit bænar- augum til þeirra, sem inn komu, lagði fingurinn á varir sjer og benti á sofandi drenginn. En jafnskjótt og aðkomukonan sá drenginn, fleygði hún sjer niður við hlið hans og hljóðaði af gleði. Drengurinn hrökk upp og litaðist um. Og þegar hann sá móður sina hjá sjer í þessu skuggalega hreysi, þá skulfu rauðar varir hans. Samstundis var kynt stórt bál á tindinum fyrir ofan kotið. Hátt og vítt skein elds- bjarminn í gegnum náttmyrkrið og drífuna. Oðalseigandinn var auðugur maður, en aldrei á ævi sinni hafði hann sjeð svo skrautlegt jólatrje, að það jafnaðisí á við bjarmann af þessu báli, sem gaf honum til kynna, að sonur hans væri á lífi. Hann var fundinn! Og nú komu allir leitar- mennirnir saman, og aldrei höfðu svo margir og glaðir gestir komið í skógar- kotið sem þessa nótt. Auðugi maðurinn gat varla tára bundist. Þarna sá hann son sinn vafinn ástúð og umhyggju hjá fólkinu, sem hann hafði — — hann hugsaði þetta ekki til enda. Hraðboði var sendur heim á óðalssetrið til þess að opna járnhurðina. Fólkið stóð ennþá alt í þyrpingu, þegar Ljenharður kom. Honum var ekið í skraut- vagni með fveimur gæðingum fyrir. Þegar hann kom, ljómaði dagur. »]eg hefi gert þjer rangt til, Ljenharður«, sagði óðalsbóndinn alvarlega og innilega. »Hjer sje jeg konuna þína og barnið þitt, sem þú ætlaðir að gefa jólatrjeð. Viltu fyrirgefa mjer? Viljið þið fyrirgefa mér öll? ]eg skal reyna að bæta fyrir þetta«. Hann bauðst til að gera Ljenharð að ráðsmanni á Víðivöllum, en Ljenharður ljet sjer fátt um finnast. Hann hristi strýharðan kollinn og sagði, að það væri sér ofætlun. »Ofætlun«, sagði fólkið og hló. »Það ætti annar eins maður og þú ekki að segja. Margur mundi gleðjast af því í þínum sporum að fá slíka stöðu og geta lifað áhyggjulausu lífi«. »Mig langar ekki hjeðan«, sagði Ljen- harður fálátlega. »En ef jeg mætti byrja aftur á að safna trjákvoðu —«. »Það er ekki góð atvinna fyrir þig að safna trjákvoðu, og trjánum er það ennþá verra«, sagði óðalseigandinn. »En skógar- varðarstaðan er laus, og hjeðan í frá ert þú eigandi að þrjátíu ekrum skógar, það ætti að nægja í jólafrje'handa afkomendum þínum fyrst um sinn. Og nú, Ljenharður, eigum við ekki að verða góðir afíur?« »Ekki er jeg vondur«, sagði Ljenharður. »En mig langaði að biðja óðalseigandann að segja í heyranda hljóði í viðurvist konu minnar og barns, að jeg hafi ekki til saka unnið, þó að jeg hafi se !ð í fangelsi«. Oðalseigandinn greip hægri hönd hans báðum höndum og sagði hátt og skýrt: »Þú ert góður maður, Ljenharður!« Svona fór það. Góður guð fór um skóg- inn, og jólabarnið gleymdi ekki að koma í kotið til hennar Magðalenu litlu. Freysteinn Gunnarsson þýddi. SjÁ mjöllin tindrar, er tunglið skín, á teigum og frosnum lónum. — Gitð brosir allstaðar, börnin mín, — hann brosir í köldum snjónum! í hrími og döggvum dýrð hans skín og drifhvítum sævarbárum. — Guð brosir allstaðar, börnin mín, — hann brosir í ykkar tárum! Guðm. Guðmundsson. (Ljóð og lwæði). ooOOOo

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.