Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 21

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 21
]ÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 19 IN U sinni var lítill drengur, sem hjet Pjetur. Vesalings Pjetur var fátækur. Fötin hans voru altaf riíin og tætt. Því var hann kallaður »Rifni Pjesi*. Ríka fólkið vildi ekki láta börnin sín leika sjer við hann. »Það er bágt að vita, hvað leynist í þessum ræflum*, sagði það. »Best að forðast að vera með honum, strákræflinum*. Þannig stóð nú á því, að engin börn vildu leika sjer við »Rifna Pjesa«. En hon- um stóð hjartanlega á sama. Úr því að krakkarnir vildu ekki leika sjer við hann, voru nógir leikbræður samt, dýr og blóm, steinar og trje og margt, margt fleira. Úr því að stóri steinninn gat ekki talað, þá talaði »Rifni Pjesi« bara fyrir þá báða. Og það gerði ekkert til, þó litla lambið gæti ekki sagt annað en me-e-me-e-e. Þá var það bara að segja honum frá því, að það vildi koma í kapphlaup við hann. »Rifni Pjesi« átti enga for- eldra. Pabbi hans og mamma voru bæði dáin fyrir löngu. Og Pjesi litli hjelt, að hann hefði aldrei átt neina foreldra. Nú var hann hjá gamalli og fátækri konu, sem fekk nokkrar krónur fyrir að hafa Pjesa hjá sjer. Hún var heyrnarlaus, gamla konan, og þar að auki nærri því blind. Pjesi varð því að hafa ofan af fyrir sjer sjálfur að mestu leyti. Pjesi litli fekk lítið að borða. Því var hann bæði lítill og ljettur. Og það var alveg eins og hann svifi á milli blómanna, þegar hann var að leika sjer. Svona var nú »Rifni Pjesi*. Bestu vinir hans voru sólin og vind- blærinn, regndroparnir og jafnvel stormur- inn. Þegar sólin brendi kinnar hans og vindblærinn ljek sjer að hárlubbanum hans, brosti hann við þeim. Hann hló að storm- inum, þegar hann reif og sleit í fataræfl- ana hans. Svona voru nú vinirnir hans »Rifna Pjesa*. En hann átti fleiri vini, sem hann aldrei sá. En þeir sáu hann.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.