Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 15

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR Í3 grasinu, en þegar það sá auglýsingu jöt- unsins, sárnaði því svo fyrir hönd barn- anna, að það hvarf aftur niður í moldina og sofnaði. Engir nutu ánægju af garði jötunsins, nema klakinn, frostið og snjór- inn. »Vorið er horfið úr garðinum«, sögðu þau. »Nú getum vjer ríkt alt árið«. Snær- inn huldi grasið með hvíta kuflinum sínum stóra. Og frostið silfraði trjen. Síðan buðu þau heim til sín norðanvindinum, og hann kom. Hann var í loðskinnsfeldi. Norðan- vindurinn þeyttist um allan garðinn og feykti burtu strompskjólunum. »Þetta er skemtilegur staður*, sagði hann. »Vjer ætt- um að bjóða haglinu heim«. Og haglið kom. Þrjár stundir á dag buldi það á kastalaþakinu, þangað til þakhellurnar hrundu niður. Haglið þyrlaðist eftir öllum garðinum, svo óðfluga sem það gat. Það var einnig í grárri skikkju, og andaði frá sjer nístingskulda. »Ekki skil jeg í því, hvað vorinu seinkar«, sagði eigingjarni jötuninn. Hann sat við gluggann og horfði á vetrarríkið í garð- inum sínum. »Jeg vona nú að fari að skifta um tíðafarið«. En vorið kom ekki, og sumarið Ijet ekki sjá sig. Haustið miðlaði gullnum ávöxtum í öllum görðum, nema í garði jötunsins. »]ötuninn er of eigingjarn*, sagði haustið. Og altaf var vetur í garði jötunsins. Norðan- vindurinn bljes, haglið small, frostið nísti og snjórinn dansaði í kringum trjen. Það var einn morgun, að jötuninn lá í rúmi sínu. Heyrði hann þá unaðslegan söng. Svo fagurlega hljómaði söngurinn í eyrum har.s, að hann hugði konungs- hljómsveitina vera að fara framhjá. En þetta var aðeins lítill söngfugl, sem söng svona fagurlega fyrir utan glugga hans. Svo langt var síðan, að jötuninn hafði heyrt fugl syngja, að honum virtist þetta vera fegursta sönglist veraldarinnar. Hagl- hríðinni slotaði, norðanvindurinn hægði á sjer, og yndislegan ilm lagði að vitum jöt- unsins inn um gluggann. »]eg held vorið sje nú loksins að koma«, sagði jötuninn. Hann hljóp fram úr rúm- inu og leit út. En hvað sá hann —? Hann sá undra- verða sýn. Börnin höfðu skriðið inn í garðinn um litla rifu á veggnum. Sátu þau nú á greinum trjánna. jötuninn gat að líta barn á hverri grein, sem hann sá. Og trjen voru svo glöð yfir því, að bÖrnin voru aftur komin, að þau báru blöð og blóm. Veifuðu trjen limi sínu yfir höfðum barnanna. Þau voru að fagna gestum sín* um. Fuglarnir flugu til og frá og sungu glaðlega. Blómin gægðust upp úr grasinu og brostu. Þetta var fögur sýn. Vetur var aðeins í einu horni garðsins. Það var lengst í burtu. Stóð þar lííill drengur. Hann var svo smávaxinn, að hann gat ekki klifrað upp á trjágreinarnar. Hann hljóp í kring- um eitt trjeð og grjet beisklega. Trjeð var enn freðið og snævi þakið. Norðanvindur- inn bljes og þaut umhverfis það. »Klifraðu upp, drengur minn«, sagði trjeð, og það beygði greinar sínar svo langt niður sem það gat, en drengurinn var of lítill til að komast upp. Hjarta jötunsins komst við, þegar hann sá þetta. »]eg hefi verið of eigingjarn«, sagði hann. »Nú skil jeg af hverju vorið kemur ekki hingað. ]eg ætla að lyfta litla drengnum upp á trjeð. Og jeg ætla að brjóta niður múrvegginn. Garðurinn minn skal æfinlega verða leikvöllur barnanna*. jötuninn iðraðist innilega gerða sinna. Hann fór niður og opnaði mjög hljóð* lega frammihurðina og gekk út í garðinn. En þegar börnin sáu hann, urðu þau svo hrædd, að þau hlupu burtu sem fætur tog- uðu. Og það varð aftur vetur í garðinum. Litli drengurinn einn varð eftir og hljóp ekki brottu, af því að augu hans voru svo fuU af tárum, að hann sá ekki jöfun- inn koma. En jötuninn gekk að honum og tók vingjarnlega í hönd hans og lyfti honum upp í trjeð. En svo brá við, að trjeð laufgaðist, og fuglar komu og sungu á greinum þess. En drengurinn breiddi út faðminn, vafði handleggjunum um háls

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.