Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 16

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 16
14 JÓLABLAÐ ÆSHUNNAR jötunsins og kysti hann. Þegar hin börnin sáu, að jötuninn var ekki eins vondur og hann hafði verið, sneru þau aftur inn í garðinn, og vorið var í fylgd með þeim. »Þetta er nú garðurinn yðar, börnin góð«, sagði jötuninn. Og hann tók sleggj- una sína og braut niður múrvegginn mikla. Þegar verkafólkið gekk til vinnu sinnar um miðjan daginn, sá það, að jötuninn var að leika sjer við börnin. Var þá garð- urinn svo fagur, að fólkið hafði aldrei þvílíka fegurð sjeð. Þarna ljeku börnin sjer allan liðlangan daginn. Og um kveld- ið gengu þau að jötninum og buðu honum góðar nætur. »Hvar er litli fje- laginn yðar«, spurði jötuninn, »drengur- inn, elskulegi, sem jeg lyfti upp í trjeð?« Jötninum þótti vænt um hann fyrir elsku- semina og kossinn. — »Vjer vitumekkert um hann«, sögðu börnin. »Hann er víst farinn*. »Segið honum að vera óhræddum og koma aftur á morgun*, mælti jötuninn. En börnin sögðust ekki vita, hvar hann ætti heima. Þau kváðust aldrei hafa sjeð hann áður. Jötuninn varð hryggur, er hann heyrði það. Börnin komu á hverju kveldi eftir þetta í garð jötunsins og ljeku sjer þar, þegar skóla var lokið. Jötuninn ljek sjer við þau. En litli drengurinn, sem jötuninn elskaði mest, sást hvergi. Jötuninn var góður við öll börnin, en hann harmaði litla vininn sinn og mintist oft á hann. »Mig vantar vininn mirn«, sagði jötuninn þráfaldlega. »Jeg vildi að jeg fengi að sjá hann aftur«. — Árin liðu, og jötuninn varð gamall og hrumur. Hann gat ekki Ieikið sjer framar með börnunum. Sat hann í geysimiklum hægindastóli og leit eftir þeim, þegar þau voru að leikjum sínum. Hann dáðist að fegurð garðsins síns. »Mörg á jeg fögur blómin*, sagði hann við sjálfan sig. »En fegurstu blómin eru börnin*. Vetrarmorgun nokkurn, þegar jötuninn var að klæða sig, leit hann út um glugg- ann sinn. Nú var honum ekkert kalt til vetrarins. Hann vissi, að það var eðlilegt.aðvoriðtæki á sig náðir og blóm- in hvíldu sig. Jötuninn fór alt í einu að nugga augun. Hann starði undr- andiútíbláinn. Þetta var einkennileg sjón. Eitt trjeð stóð þarna í sumarskrúði. Það var langt úti í garðs- horni. Blóm þess voru hvít að liti, en greinar þess voru gulli roðnar. Silfurlit- aðir ávextir hengu á greinunum. En undir trjenu stóð Iitli drengurinn, sem jötuninn unni öllum fremur. Glaður í bragði flýtti jötun- inn sjer niður. Hann hljóp út í garðinn. Flýtti hann sjer yfir grasflötinn og að litla drengnum. En þegar jötuninn laut að and- liti barnsins, þrútnaði hann af reiði og mælti: »Hver hefir dirfst að særa þig?« Hann sá naglaför bæði í lófum litla drengsins og á fótum hans. »Hver hefir dirfst að særa þig?« þrumaði jötuninn. »Segðu mjer það. Jeg verð að draga sverð mitt úr slíðrum og vinna á honum«. »Nei«, ansaði litla barnið, »þetta eru sár kærleikans*. »Hver ert þú?« spurði jötuninn ótta- sleginn og lotningarfullur. Hann kraup barninu. En litla barnið brosti framan í Hann laut barninu.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.