Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 8
6
Satt, fagurt, gott.
[Skírnir
ingar segja, að frummerkingin í orðinu sannur sé ,,ver-
andi“.
Tökum svo rétthyrndan ferhyrning, 5 cm á breidd og
8 cm á lengd. Oss er sagt, að flatarmál hans sé 40 fercm.
Vér sjáum af umhugsun, að þetta hlýtur svo að vera, því
að vér vitum, að fercentimetri er rétthyrningur, sem er
1 cm á hlið, og vér sjáum í huga oss, að ef vér hefðum
rétthyrnda ræmu, sem væri 1 cm á breidd og 8 á lengd,
þá mundu 5 slíkar ræmur þekja ferhyrninginn allan, en
5 sinnum 8 eru 40.
Fyrir þessum dómi hugsunarinnar verðum vér að
beygja oss, og svo er um öll stærðfræðileg sannindi. Vér
sjáum ekkert undanfæri að viðurkenna þau, jafnskjótt
og vér skiljum þau. Öðru máli gegnir, þegar á að heim-
færa niðurstöður stærðfræðinnar til hluta í umheimi, t. d.
ef um það væri að ræða, hvort rétthyrnt spjald, sem mér
hefir mælzt 5 cm á breidd og 8 cm á lengd, er 40 fercm.
Það er það því að eins, að spjaldið sé fullkominn rétthyrn-
ingur og mælingin nákvæmlega rétt. Alger nákvæmni
fæst ekki, en hún getur orðið svo mikil, að það, sem kynni
að skeika, geri í reyndinni hvorki til né frá.
Tökum svo að lokum þessa setningu úr eðlisfræðinni:
„Sveiflufjöldi strengs er í öfugu hlutfalli við lengd hans“,
þ. e. því lengri sem strengur er, því hægara sveiflast hann.
Þessi setning er reynslusetning. Hún er fundin með til-
raunum. Hver, sem vill gera sér það ómak að rannsaka
þetta, gera tilraun að nýju, kemst að sömu niðurstöðu.
Hann verður því að viðurkenna, að þetta er svona.
Þessi einföldu dæmi áttu að vera til þess, að sýna
það einkenni sannleikans, að hann neyðir oss til viður-
kenningar, jafnskjótt og vér finnum hann og skiljum, og
að vér finnum ósjálfrátt, að vér komumst í ógöngur, af-
neitum innsta eðli voru, ef vér viðurkennum hann ekki.
Gagnvart honum verðum vér að segja: „Hér stend eg og
get ekki annað!“ Vér erum svona gerðir. Jafnframt skilj-
um vér, að sannindi eru ekki tilbúningur vor eða breyt-
ast neitt fyrir vorn tilverknað. Vér finnum þau. Þau eru.