Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 9
Skírnir]
Satt, fagurt, gott.
7
Þó að allir einvaldar og öll þjóðþing í veröldinni sam-
þykktu, að 2 og 2 væru 5 og að strengir sveifluðust því
hraðar sem þeir væru lengri, myndu 2 og 2 halda áfram
að vera 4 og strengir að sveiflast því hægar, sem þeir
væru lengri.
Og enn eitt. Þó að einhver maður væri svo treggáf-
aður, að hann gæti ekki skilið og því ekki viðurkennt ein-
hver tiltekin sannindi, þá mundi það engin áhrif hafa á
sannfæringu þess, sem sjálfur hefir skilið þau og gengið
úr skugga um þau. Hann mundi trúa skynsemi sinni jafnt
og hann trúir augum sínum, er hann horfir á lit, þó að
litblindur maður kynni að neita því, að sá litur væri
þarna.
En hvernig er nú um viðurkenningu vora, er vér segj-
um, að eitthvað sé fagurt? Er hún eins bindandi og ör-
ugg og þegar vér göngum úr skugga um, að eitthvað sé
satt? Er fegurðin jafn inngróin eða ásköpuð þeim hlut,
er vér teljum fagran, og t. d. lögun hans eða stærða-
hlutföll?
Flestir munu í fljótu bragði fremur hallast að því, að
svo muni ekki vera. Þeir munu segja, að þegar vér köll-
um eitthvað fagurt, þá sé það af því, að það veitir oss
einkennilegan unað og að vér viðurkennum ekki, að neitt
sé fagurt, nema það veki slíkan unað. Fegurðin sé því
einkennilegt hugarástand, er sumir hlutir vekja, hún búi
í oss fremur en í hlutunum sjálfum, hún sé fremur hug-
ræn en hlutræn, enda sýni reynslan, að sama manni þyki
sami hlutur stundum fagur og stundum ekki; það sem
barni þótti fagurt, þykir því ef til vill allt annað en fag-
urt, þegar það þroskast. Og sama verður uppi á teningn-
um, ef litið er á listasmekk og tízku á ýmsum tímum með
ýmsum þjóðum. Þar virðist lítið samræmi. Það, sem þótti
fagurt í fyrra, þykir ef til vill ljótt í ár.
Þar með er þó ekki sannað, að fegurðin sé hugar-
burður einn. Það gæti verið, að meginið af þessu ósam-
ræmi í dómum manna kæmi af því, að þeir notuðu orðið
„fagurt“ í mismunandi merkingum, að það væri vöru-