Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 10
8
Satt, fagurt, gott.
[Skírnir
merki, sem þeir settu á hvern þann hlut, sem þeim af
einhverjum ástæðum þætti mikils um vert, eða þá vildu
fá aðra til að girnast. Tilraunir, sem sálfræðingar hafa
gert um fegurðarskyn manna, sýna hve mismunandi við-
horf manna er í þessum efnum.
Menn hafa verið látnir bera saman t. d. tvo liti, tvo
hljóma, tvær myndir, tvö skrautker, tvö lög, tvö kvæði og
segja hvort þeim þykir fegurra og færa ástæður fyrir.
Hefir þá komið í ljós, að menn skipast aðallega í 4 flokka,
eftir því hvers vegna þeim fellur hluturinn vel eða illa í
geð. í fyrsta lagi eru þeir, sem falla hlutir vel eða illa í
geð, eftir því hvaða hugsanir þeir vekja eða á hvað þeir
minna. Einum geðjast ekki að rauðum lit, af því að hann
minnir á blóð, öðrum fellur fölur gulgrænn litur vel í geð,
af því að hann minnir á haustlit skógarins (sbr. „Bleikra
laufa láttu beð að legstað verða mínum“). Sumir meta
sönglög eftir hugmyndunum, sem það vekur, t. d.: „Sorg-
arganga Chopins lætur mann sjá jarðarförina: fyrst heyr-
ist klukknahringingin og síðan fótatak hermannanna, er
deyr í fjarska". Hús, húsgögn og hvers konar tæki minna
auðvitað fyrst og fremst á tilgang sinn og not. Einum
geðjast vel að stól, af því að hann virðist muni vera þægi-
legur að sitja í, öðrum að könnu, af því að hún ber það
með sér, að gott væri að hella úr henni o. s. frv.
í öðru lagi eru þeir, sem meta hlutina eftir áhrifum
þeirra, eða tilfinningum, er þeir vekja. Þeir segja t. d.,
að rautt sé hlýr litur, blátt kaldur litur, þeim þykir meira
vert um mynd af fallegu barni eða geðslegri stúlku en af
gömlum, skorpnum gráskegg, þó að hún væri eftir Leon-
ardo eða Rembrandt.
Þá eru þeir, sem sjá líf og lundarfar í hverjum hlut.
Þeir geta kallað liti líflega eða dapurlega, feimna eða við-
kvæma, dula eða glaðværa o. s. frv. Þeim getur sýnzt eitt-
hvað ama að skýinu, sjórinn reiður, hlíðarnar hlæja, klett-
urinn þungbrýnn, ílát pattaralegt o. s. frv.
Loks eru þeir, sem meta hlutina eingöngu eftir því,
hvernig þeir eru. Þeir dæma t. d. liti eftir því, hve hrein-