Skírnir - 01.01.1936, Side 11
Skírnir]
Satt, fagurt, gott.
9
ir þeir eru og hve vel þeir fara saman. Þeir líta ekki á
mynd eftir því hvað hún táknar, heldur hinu, hvernig allt
er þar samstillt, litir, form, ljós og skuggar.
En raunar eru þessir flokkar ekki skarpt aðgreindir
og öll þessi atriði geta auðvitað komið til greina að ein-
hverju leyti í dómi sama manns, eftir því sem á stendur,
þó að eitt ráði meiru en annað. En þessi munur á mönn-
um getur að minnsta kosti verið nokkur skýring á því, að
dómar þeirra í þessum efnum verða svo misjafnir, sem
raun gefur vitni.
En eitt ætti að vera Ijóst: Þau sjónarmið, sem ráða
dómi tveggja fyrst nefndu flokkanna, koma raunar feg-
urðinni ekkert við. Hlutur er ekki fagur fyrir það, þó að
hann minni á eitthvað, sem gott er að minnast og ef til
vill sjálft er fagurt, því að hvað sem er getur minnt á
hvað sem vill, ef þar eru mynduð hugmyndatengsl á milli.
Ekki er hlutur heldur fagur fyrir það, þó að hann veki
einhverjar tilfinningar, t. d. samúð eða viðkvæmni, þó að
þær séu góðar og gildar. Hlutur er ekki heldur fagur, þó
að hann sé hentugur. Að vísu fer hentugleiki og fegurð
oft saman, en hlutur getur verið hentugur, án þess að
vera fagur. Fegurðin er tengd við hlutinn sjálfan út af
fyrir sig, og aðeins sjónarmið tveggja síðast nefndu
flokkanna mundu þar koma til greina.
En mundi nú þá, sem hafa sæmilega þroskað feg-
urðarskyn, greina eins mikið á um fegurð og ætla mætti
af því, sem nú var sagt?
Cyril Burt, enskur sálarfræðingur, gerði fyrir nokkr-
um árum tilraun til að komast að raun um þetta. Hann
valdi 50 myndaspjöld. Þau voru eftirmyndir listaverka
heimsfrægra meistara og svo eftir minni háttar listamenn
af ýmsu tagi, alla leið niður í smekklausasta afmælisóska-
spjald, sem hann gat fundið í pappírsbúð fátækrahverfis.
Hann fór nú með spjöldin til merkra listamanna og list-
dómara og bað þá hvern fyrir sig að raða þeim eftir gildi
þeirra frá hinu bezta til hins versta. Nálega allir and-
æfðu í fyrstu og kváðu slíkt til einskis. Menn af gamla