Skírnir - 01.01.1936, Page 12
10
Satt, fagurt, gott.
[Skírnir
skólanum sögðu, að yngri mennirnir mundu raða þver-
öfugt við sig, og hvorir tveggja þóttust vissir um, að ekk-
ert samræmi yrði í dómunum. En reyndin varð önnur.
Þegar reiknað var út, hve röðunum bar saman, reyndist
meðalfylgnitalan nær 0.9. (Hæsta fylgnitala er 1, ef röð-
unum ber nákvæmlega saman). Þessi niðurstaða sýndi, að
þrátt fyrir mismunandi smekk og listastefnur þessara
manna og deilur þeirra um skoðanir í þessum efnum, bar
þeim furðuvel saman, þó að smávegis mismunur kæmi
fram.
Með því að taka meðaltal af raðtölunum, sem hvert
spjald fekk, og raða spjöldunum eftir því, hafði Burt nú
fengið eins konar mælikvarða á smekk annara, er hann
prófaði með þessum spjöldum. Hann prófaði nú börn og
unglinga og fullorðna, er ekkert höfðu við list fengizt.
Kom þá í ljós, að efnið og önnur atriði, er ekkert koma
fegurðinni við, höfðu miklu meiri áhrif á matið. Þó varð
röðin að jafnaði nær sanni (þ. e. nálgaðist röð listamann-
anna og listdómaranna) með vaxandi aldri og þroska; en
munurinn varð þó mikill, nema hjá þeim, sem höfðu sér-
stakar listagáfur.
En einkennilegt var það, að sum yngstu börnin •—
yngri en 8 ára — nálguðust mjög röð listamannanna og
listdómaranna. Það bendir á, að börnin séu á því reki
næmari fyrir fegurðinni en síðar. Og það er skiljanlegt.
Augu þeirra eru ekki eins haldin af þeirri blæju, er van-
inn leggur yfir hlutina. Vér lítum sjaldan á þá til þess
eins að opna augu og huga fyrir ásýnd þeirra eins og hún
er, láta þá orka á hugann í öllum sérkennileik sínum, held-
ur aðeins til að sjá hvað þeir eru, hvernig þeir horfa við
stundarþörfum vorum og hvernig vér eigum að snúast við
þeim. I þeirri sjón er meira af því, sem vér vitum um
hlutina, en af hreinni skynjun. Þessi vanasjón verður hjá
flestum ríkari með aldrinum. Hve mikils vér missum með
þeim hætti getum vér gengið úr skugga um með því að
horfa á landssvæði með höfuðið niður á við. Þegar aug-
un eru í þessari óvanalegu stellingu gagnvart hlutunum,