Skírnir - 01.01.1936, Síða 13
Skírnir]
Satt, fagurt, gott.
11
verða allir litir, ljós og skuggar langt um fyllri, fegurri
og skýrari.
En víkjum nú aftur að spurningunni um það, hvort
fegurðin er jafn inngróin eða ásköpuð þeim hlut, er vér
köllum fagran, eins og t. d. lögun hans. Vér töluðum áð-
ur um rétthyrndan ferhyrning, 5 cm á breidd og 8 á lengd,
og hvernig vér gengjum úr skugga um það, að flatarmál
hans væri 40 fercm. Enginn mun neita því, að sá dómur
grundvallast á þeim eiginleikum, sem þarna voru greind-
ir: að hann sé rétthyrndur og hliðarnar þetta. Og eg býst
við, að fáir verði til að líta svo á, að flatarmál hans breyt-
ist neitt við það, þó að vér hættum að horfa á hann eða
hugsa um hann. Það verði sama eftir sem áður. En mundi
þá ekki sama eiga við um fegurð hans, ef nokkur er?
Lítum fyrst á það, hvort hægt er að tala um fegurð
svo einfaldra mynda sem rétthyrndur ferhyrningur er.
Því er fljótsvarað. Vér gerum það allir, t. d. er vér velj-
um lögun á nafnspjaldi, eða bréfsefni, eða letursíðu í bók,
sem á að prenta, o. s. frv. Vér tökum eina lögun fram yf-
ir aðra, af því að oss þykir hún fegri. Og fyrstu vísinda-
legar tilraunir, sem gerðar voru í fagurfræðinni, voru
einmitt um slíka ferhyrninga. Þær gerði Fechner fyrir
löngu. Hann gerði sér tíu rétthyrnda ferhyrninga úr hvít-
um pappa og alla af sama flatarmáli (= ferningur með
88 mm hlið). Hlutföll breiddar og lengdar voru þessi:
Vi, 5/o, 4/5, 3A, 20/29, 2/3, 21/34, 13/23, V2, 2/o. Hann festi
þessa ferhyrninga á svarta töflu í ýmislegri röð og lét
menntað fólk af ýmsum stéttum athuga þá og segja sér,
hver þeim þætti fallegastur, og fékk loks dóm 347 manna
um það, karla og kvenna. Niðurstaðan varð sú, að um 35%
af dómunum dæmdu hlutfallið 21/34 fegurst, en um 40%
hlutföllin 2/3 og 13/23, er nálgast það hlutfall mest.
En hlutfallið 21/34 er merkilegt. Það er hið svo nefnda
gullinsnið, en gullinsnið er það, ef heild, t. d. línu, er þann
veg skipt í tvo parta, að sama hlutfall er milli minna hlut-
ans (m) og stærra hlutans (M) eins og milli stærra hlut-