Skírnir - 01.01.1936, Page 14
12
Satt, fagurt, gott.
[Skírnir
ans og heildarinnar: — = - . eða sama hlutfall er
M m + M
milli breiddar og lengdar flatar eins og milli lengdarinn-
ar og samanlagðrar breiddar og lengdar. Ef vér skrifum
brotaröðina Vi, 2/s, 3/5, 8/is, 13/2i, 21/s4 o. s. frv., sem er
þannig gerð, að teljari hvers brots er jafn nefnara næsta
brots á undan, er nefnarinn jafn teljara þess og nefnara
samanlögðum, þá nálgast hlutfallið því meira gullinsnið
sem lengra er farið í röðinni. Fjórða brotið í röðinni, 3/8,
nægir nokkurn veginn fyrir augnmál, en sjöunda brotið,
21/34, er talið jafngott réttu gullinsniði.
Ýmsir hafa síðan gert um þetta svipaðar tilraunir og
Fechner og komizt að líkri niðurstöðu. Og það hefir verið
sýnt fram á, að gullinsnið er á mörgu því, sem oss þykir
fagurt, jafnt í ríki náttúrunnar sem mannaverkum. Gull-
insnið hafa menn þekkt síðan á dögum Pýþagorasar, og
Fr. Macody Lund virðist hafa sannað það átakanlega í
hinu merkilega riti sínu um dómkirkjuna í Þrándheimi
(Ad quadratum. Det geometriske System for Antikens og
Middelalderens sakrale Bygningskunst opdaget paa Ka-
thedralen i Nidaros. Kristiania 1919), að gullinsnið var
það lögmál, er meistararnir létu stjórnast af, er þeir
gerðu fegurstu hof fornaldarinnar og kirkjur miðaldanna.
Eftir þessu hlutfalli og mælingum á þessum meistaraverk-
um húsgerðarlistarinnar má með sirkli og reglustiku gera
á ný uppdrættina, sem þau eru smíðuð eftir, í allri sinni
fjölbreyttu fegurð. Þau eru steinrunnin stærðfræði. Feg-
urð þeirra hefir hrifið menn öld eftir öld, þó að þeir vissu
ekkert um þetta hlutfall, og hún vex hvorki né minnkar
við það að menn nú uppgötva það á ný, fremur en sam-
hljómur breytist neitt við það, þó að menn komist að raun
um, að hann grundvallast á hlutfalli sveiflufjölda þeirra
tóna, er hann mynda. En fegurðin er bundin við þessi
ákveðnu hlutföll hlutanna sjálfra og minnkar eða hverf-
ur, ef þeim er raskað. Vér sjáum það ljósast á einföldustu
dæmum, t. d. línu, sem skipt er eftir gullinsniði, eða fer-
hyrning með gullinsniði, því að þar er ekkert, sem getur
j