Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 15
Skírnir]
Satt, fagurt, gott.
13
breytzt, nema hlutfallið sjálft. Og vér sjáum fegurðina á
hlutnum sjálfum jafnt og lögun hans og lit, finnum hana
í samhljómnum jafnt og hæð tónanna, er hann mynda.
Hún er hlutnum jafn samgróin og brosið andlitinu, sem
það birtist á. Það er einmitt þetta, sem vér eigum við,
þegar vér segjum að hlutur sé fagur.
En nú mun einhver segja: Menn geta allt af séð lög-
un hlutar og sjá þó ekki allt af hvort hann er fagur. Það
bendir til að fegurðin sé ekki jafn hlutræn og lögunin. En
þar til er því að svara, að vér finnum yfirleitt ekki feg-
urð hlutar nema því að eins, að athyglin snúist öll og
óskipt að honum, svo að hann nái að orka á hugann með
sérkennum sínum. Og margt veldur því, að vér lítum
sjaldnar en hitt þannig á hlutina. Vér látum oss oftast
nægja, eins og eg áður drap á, að kannast við þá, sjá
hvernig þeir horfa við stundarþörfum vorum, og gefum
oss ekki tíma til að virða þá fyrir oss út af fyrir sig,
sjálfra þeirra vegna. Til þess þarf hugurinn að vera í ró,
laus við önnur áhugamál og áhyggjuefni, óþreyttur og
næmur fyrir. Allir munu þekkja það af eiginni reynd, að
mynd eða kvæði eða lag, sem þeim eitt sinn þótti fagurt,
hefir engin slík áhrif á þá, er þeir eru annars hugar eða
þreyttir, og nálega hve fagurt lag sem er getur orðið
óþolandi, ef það hljómar allt af dag út og dag inn. Menn
verða þreyttir á því. En í sömu mynd, kvæði eða lagi get-
ur maður svo þegar frá líður fundið sömu fegurð og áð-
ur, eða meiri. En á líkan hátt má skýra það, að öllum þyk-
ir ekki hið sama fagurt. Sumir venjast á að líta allt af á
hlutina frá hagnýtu sjónarmiði og verða því blindir á feg-
urð þeirra. Aðrir hafa hugann svo fullan af sjónarmiðum
vísindanna, að þeim sést yfir sérkennileik hlutanna. Sum-
ir eru andlegir þykkskinnungar. Stundum geta menn ekki
fest hugann við hlut og séð fegurð hans, af því að hann
ósjálfrátt minnir þá á eitthvað, sem þeim er ógeðfelt, eða
efnið er þeim svo leitt, að þeir geta ekki fest hugann við
formið, svo sem þegar maður getur ekki notið formfeg-
urðar dýrt kveðinnar vísu, ef hún er leirburður. Og þar