Skírnir - 01.01.1936, Page 16
14
Satt, fagurt, gott.
[Skírnir
við bætist, að menn eru mjög misnæmir fyrir ýmislegri
fegurð: Sumir eru næmir fyrir fegurð litasambanda, aðr-
ir fyrir fegurð tónasambanda, þriðju fyrir þeirri fegurð,
sem fólgin er í lögun hluta o. s. frv. Þegar alls þessa er
gætt, er merkilegra hve mjög mönnum þó ber saman, þeg-
ar þeir reglulega ráða hug sinn í þessum efnum, en hitt,
hve sundurleitir dómar þeirra verða.
Niðurstaðan verður þá þessi: Fegurð er eiginleiki
sumra hluta. Hún er jafn hlutræn og lögun hlutar. Menn
finna fegurð í hlutunum, af því að hún er þar, þó að
menn séu misnæmir fyrir henni og sami maður geti ver-
ið misnæmur fyrir fegurð sama hlutar á ýmsum tímum.
Það er í rauninni jafn hjákátlegt að segja, að sami hlut-
ur sé stundum fagur og stundum ekki eins og að segja, að
ferhyrningur sé stundum ferhyrndur og stundum ekki.
Vér sjáum af hinu einfalda dæmi, er vér tókum, að
fegurðin var fólgin í hlutföllum partanna innbyrðis og
parts og heildar. En sama á við um hvaða fagran hlut sem
er: málverk, myndastyttu, hús, kvæði, tónverk, dans, fjall,
sólsetur eða hvað annað fagurt. Rannsókn mundi sýna, að
þar eru hlutföll, sem aftur eru í hlutföllum sín á milli —
samstilling eða kerfi, sem ekki má raska án þess að feg-
urðin breytist eða hverfi. Fagur hlutur er hvorki of né
van. Hann er ríki út af fyrir sig og sjálfum sér nógur.
Hann er heild, þar sem engu má breyta, svo að ekki sé
ver en áður. Þessi lögbundna samstilling allra atriða ork-
ar ósjálfrátt á oss, er vér gefum oss fögrum hlut á vald,
þó að langar og hugvitsamlegar athuganir og rannsóknir
mundi stundum þurfa til að greina öll þau atriði, er þarna
starfa saman, og finna lögmálið, sem þau hlýða, ef það
þá tækist.
Unaðurinn, sem fagur hlutur vekur, mun koma af
því, að fegurðin fullnægir djúpri eðlisþörf, vekur heil-
brigt samstarf krafta vorra, starf, sem reynir nægilega á
þá, án þess að þreyta þá um of. í fegurð er fjölbreytni, en
jafnframt eining, sem fólgin er í því, að eitt atriðið undir-
býr annað og gerir oss næmari fyrir því. Þar styrkir hvað