Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 17
Skírnir]
Satt, fagurt gott.
15
annað. Augað þreytist t. d. á því að horfa lengi á sama
litinn, það þyrstir þá eftir andstæðulitnum, eða lit, sem
ekki víkur mjög frá honum. Og oss þykir litum fagurlega
skipað, þegar hver styrkir annan, af því að þegar augað
fer að þreytast á einum, mætir það einmitt þeim litnum,
sem það er næmast fyrir. Litirnir geta þannig hvílt aug-
að hver fyrir annan á víxl og haldið því allt af jafnnæmu.
Eins er um hvert annað atriði fagurs hlutar, er til væri
nefnt. Hann er sjálfum sér nógur, vegna þess að öll ein-
kenni hans eða atriði eru þannig samstillt, að hvað vísar
til annars, eitt býr oss undir annað, og hann gefur engar
ávísanir aðrar en þær, sem hann greiðir sjálfur að fullu.
En gætum vel að þessu: Unaðurinn er afleiðing feg-
urðarinnar og ekki hún sjálf. Fegurð hlutar er ekki un-
aðurinn, sem hann veitir, fremur en sannindi stærðfræði-
legrar setningar eru ánægjan, sem nemandanum veitist,
er honum tekst að skilja setninguna.
Af því, sem þegar hefir verið sagt, ætti jafnframt að
vera ljóst, að fegurð getur verið á misjafnlega háu stigi
og því þurft mismikinn þroska til að finna hana og njóta
hennar. Fegurð rétthyrnda ferhyrningsins með gullinsniði
er auðvitað ákaflega einföld og heldur því ekki lengi hug-
anum föstum. En gerum af honum mynd af húshlið, þar
sem sama hlutfallið endurtekst í gluggum, dyrum og öðru,
er hana prýðir, og högum þessu svo sem bezt má verða.
Vér fáum þá auðugri fegurð og meiri unað. Lítill lag-
stofn getur í höndum meistarans orðið að stórfeldu tón-
verki, fullu af fegurð, sem aðrir síðan finna og njóta því
meir, sem þroski þeirra vex.
Lítum svo á það, sem kallað er gott og illt. Heimspek-
ingar virðast nú meir og meir hallast að þeirri skoðun, að
dómar vorir um gott og illt styðjist við nokkur sjálfljós
(intuitiv) eða forkvæð (a priori) sannindi. Fyrst og
fremst er þá talið, að hugtökin gott og illt séu sjálfljós í
þeim skilningi, að ekki er unnt að skilgreina þau með því
að heimfæra þau til einhvers annars hugtaks. Ef t. d. er
sagt, að gott sé það, sem er þráð, þá er forsendan sú, að