Skírnir - 01.01.1936, Side 18
16
Satt, fagurt, gott.
[Skírnir
gott sé að fullnægja þrá. Ef sagt er, að eitt sé betra en
annað af því að það sé þroskaðra, þá er gert ráð fyrir, að
gæðin aukist með þroskanum, en þá verður fyrst að vita
hvað gott er.
En jafn sjálfljóst er hitt, að þegar um gott og illt eða
betra og verra er að velja, þá er skylt að velja það, sem
gott er eða betra, en hafna hinu, sem er illt eða verra. Að
það er sjálfljóst merkir, að ekki er unnt að færa neina
skiljanlega ástæðu fyrir hinu gagnstæða, fremur en fyrir
því, að 2 og 2 séu 5. Skyldan að velja hið betra er órjúf-
anlega bundin við þá viðurkenningu, að það sé betra. Menn
greinir oft á um það, hvað sé rétt eða röng breytni, en
enginn hugsar í alvöru, að rétt sé að gera rangt og rangt
að gera rétt. Vond samvizka, er menn gera vísvitandi það,
sem þeim virðist þó rangt, er sams konar og óþægindin
af að segja, að 2 og 2 séu 5.
Gott, betra, bezt og illt, verra, verst er hvort um sig
röð, frá hinu minna til hins meira. Augljóst er, að vér
getum myndað slíkar raðir með því að bera saman, ann-
ars vegar þá hluti, er vér köllum góða, og hins vegar þá,
sem vér köllum illa. En hvaða hlutir eru góðir og hverjir
illir lærum vér af reynslu sjálfra vor og annara. Hvern-
ig er sú reynsla?
Vér tölum t. d. um gott loft. Hér er ein lýsing á því:
„Svo stendur maður úti í hreinu loftinu! Frá sér numinn.
Það streymir inn í mann. Það gerist eitthvað í manni.
Maður getur fundið það; maður stendur og verður hreinn
og heilbrigður. Það er eins og lífsandi guðs sjálfs streymdi
um mann og skolaði öllum óhreinindum burt“. (Anker
Larsen).
Þetta er snjöll lýsing, og þó mundi enginn skilja til
fulls, hvernig þessi sérstöku gæði, er hún greinir frá, eru,
nema sá, er sjálfur hefir reynt þau. En þau eru tengd við
loftið sjálft, samsetningu þess og hitastig og áhrif þess
á ástand og störf líkamans. Þetta allt geta vísindamenn-
irnir rannsakað og sagt oss, hvernig loftið þarf að vera,
til að hafa þessi áhrif, fundið þau hlutföll, er gera loftið