Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 19
Skírnir]
Satt, fagurt, gott.
17
gott. Gæðin, sem vér finnum í loftinu, koma fram við
samstarf þess og líkama vors. Þessi gæði eru ekki unað-
urinn einn eða ljúfleikinn, heldur fá þau jafnframt blæ
af einkennum loftsins sjálfs og störfum líkamans í sam-
bandi við það. Það eru öðru vísi gæði en vér finnum t. d.
í mat, er vér köllum góðan, og þannig virðast öll gæði, sem
fylgja fullnægingu ýmissa þarfa vorra, vera samsett og
nokkuð sitt með hverju móti, og vér finnum ósjálfrátt, að
ein eru æðri en önnur.
Gæði finnum vér nú bæði í hlutum og atburðum um-
heimsins, er þeir orka á oss, og í hugsjónum og starfi
sjálfra vor, andlegu og líkamlegu, en nokkurt starf af
vorri hálfu er jafnan ofið í alla reynslu vora af umheimi.
Hvernig t. d. litur hlutar birtist oss, fer ekki aðeins eftir
hlutföllum geisla þeirra, er hann sendir til augans, og
ijósmagninu, heldur og eftir starfi og ástandi augans
sjálfs.
Hið illa finnum vér með líkum hætti og hið góða, og
skal eg ekki fjölyrða um það.
Það gott, er vér finnum þannig beint í hlutunum eða
athöfnunum sjálfum, getum vér kallað frumgott. Það er
gott í sjálfu sér, út af fyrir sig, gott í fyrstu reynd, án til-
lits til afleiðinga sinna. Fegurðin er eitt af þeim gæðum.
Og hér er vert að geta þess, að það, sem ekki er gott í
þessum skilningi, getur þó stundum aukið gæði hins frum-
góða, er það blandast því í réttu hlutfalli. Svo er um sumt
krydd. „Ekki er allt gott, sem höfðingjar eta“, sagði karl-
inn. Hann át mustarð með skeið.
En vér teljum fleira gott en það, sem frumgott er.
Yér köllum t. d. meðal gott, þó að það sé vont á bragðið,
ef það læknar sjúka, veitir þeim aftur heilsuna, sem er
eitt af frumgæðunum. Yfirleitt köllum vér allt það gott,
sem hefir góðar afleiðingar, hvort sem það er frumgott
eða ekki, og væri hentugt að kalia það frjógott, til að
sýna, að það er gott vegna þess, sem af því sprettur, en
að vísu köllum vér slíkt oft gagnlegt eða nytsamt. Það,
sem er frumgott, er oft frjógott jafnframt, en það getur
2