Skírnir - 01.01.1936, Side 20
18
Satt, fagurt, gott.
[Skírnir
líka stundum verið frjóillt: eitur getur verið gott á bragð-
ið og þó banvænt.
Það mun nú vera sjálfljóst, að þegar velja verður
milli tveggja frumgæða, þá er skylt að kjósa að öðru
jöfnu fremur hið langvinna en hið skammvinna og frem-
ur hið frjóa en hið ófrjóa, og að ef velja skal milli þessr
sem aðeins er frumgott, og annars, sem aðeins er frjó-
gott, þá ber að velja hið síðara, ef meira gott sprettur
af því.
Sé nú spurt, hvort gæðin eru í hlutunum eða í þeim,
sem finnur þau, þá verður vel að gera sér ljóst, hvað í
slíkri spurningu er fólgið. Þegar maður t. d. prófar tvö
vín — köllum þau A og B — og segir, að annað sé gott og
hitt vont, þá er hann ekki að tala um sjálfan sig, heldur
um vínin. Að líkindum mundi efnafræðingur með rann-
sókn geta fundið nákvæman formála hvors vínsins um
sig, svo að vitað yrði, hvaða hlutföll efnasamsetningar-
innar það eru, sem gera annað vínið gott, en hitt vont.
Sami munnur prófaði þau bæði, þau væru, ef svo má að
orði kveða, vegin á sömu vog. Gerum ráð fyrir, að annar
prófaði sömu vínin og dæmdi þveröfugt við hinn. Hugs-
um oss nú, að vér látum allt mannkyn prófa þau og að
það skiptist í þessa tvo flokka, A-menn og B-menn. Mund-
um vér þá álykta, að sama vínið væri bæði gott og vont?
Eg býst við, að vér mundum orða það nánar og segja:
A er gott fyrir A-menn og vont fyrir B-menn, B er gott
fyrir B-menn og vont fyrir A-menn. Og ef til vill mundu
lífeðlisfræðingar með rannsókn geta fundið, hvaða mun-
ur á líkamseðli manna veldur þessu. Niðurstaðan verður
þá sú, að til þess að finna það gott, sem býr í A, þarf
nokkurt sérstakt líkamseðli og annað til að finna það illt,
sem þar býr. Og eins um B.
En það er nú raunar ólíklegt, að nokkur tvö vín séu
til, er skipti mönnum aðeins í tvo slíka flokka, og hitt lík-
legra, að finna mætti að minnsta kosti þriðja flokk, er
þætti bæði vínin góð. En mennirnir eru ekki óbreytan-
legir. A-maður kynni með tímanum að verða B-maður,