Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 21
Skírnir]
Satt, fagurt, gott.
19
eða B-maður A-maður, eða báðum að endingu þykja bæði
vínin góð. Hvað sem um það er, þá er það alkunnugt, að
það, hvaða gæði menn finna í hlutunum, fer eftir því,
hvernig hver er gerður þá stundina, er hann reynir þá.
En það á jafnt við um öll atriði reynslu vorrar sem um
gæðin. Sumir geta t. d. ekki heyrt, hvort tónar hljóma
saman eða ekki. Það sannar ekki, að samræmi sé ekki
hlutrænt. í rauninni eru það aðeins lögun hlutanna og
lögmál, sem mönnum getur öllum nokkurn veginn komið
saman um, en um hitt verða dómar jafn mismunandi og
dómendurnir í þeim atriðum, er til greina koma hvert
skiptið, t. d. dómar manna um bragð sama hlutar jafn
mismunandi og bragðfæri þeirra eru gagnvart þeim hlut.
En þetta raskar engu um það, að gæðin eru fyrir hvern
og einn þar sem hann finnur þau, bundin við hlutinn
sjálfan á sama hátt og aðrir eiginleikar hans. Og sá
mundi finna mest gæði í tilverunni, er í hvert skiptið
gæti breytt næmi sínu í samræmi við gæði hvers hlutar,
er hann kemst í færi við — stillt tæki sín fyrir hvaða
bylgjulengd gæðanna sem er, ef svo mætti að orði kveða.
Spurningin er nú sú, hvort til sé nokkur hlutur, sem
ekkert gott felst í, hlutur, sem er algerlega frumillur og
frjóillur. Því er erfitt að svara. Af þeim hlutum, sem
menn framleiða, koma helzt í hug eiturgas og ægilegustu
sprengiefnin, sem gerð hafa verið, efnasambönd, er fela
í sér öfl, sem aðeins starfa að sundrun og eyðileggingu,
sem enginn fær við ráðið jafnskjótt og þau eru leyst úr
læðingi. Það kemur hnittilega fram í æfintýri Asbjörn-
sens, „Fjandinn í hnotinni", að djöfullinn sé sundrungar-
aflið, og í sænsku blótsyrði er bent til þess, að djöflar geti
verið í tunnatali. Mundi það ekki sannast í sprengiefna-
smiðjum vorra tíma? Af andlegum öflum virðist hatrið
líkast sundrungaröflum sprengiefnanna. Það stefnir ávalt
beint að eyðileggingu. Það er frumillt, því að enginn verð-
ur sæll í sínu hatri, og það er jafnframt frjóillt, því að
enginn mun þekkja góðar afleiðingar þess, og að ætla sér
2*