Skírnir - 01.01.1936, Síða 22
20
Satt, fagurt, gott.
[Skírnir
að uppræta illt með hatri mundi vera líkt og að reka djöf-
ulinn út með fulltingi Beelsebubs.
Kærleikurinn er andstæða hatursins, frumgóður og
frjógóður í senn. Því hefir hann verið talinn guðlegur eða
sjálfur guð.
Af öllum gæðum eru þau langvinnust, er vér finnum
í starfi sjálfra vor, andlegu og líkamlegu, og þeirri hvíld,
sem af því leiðir. Brunn þeirra gæða berum vér í sjálfum
oss, og þau eru tengd við öll hin gæðin og skilyrði fyrir
hluttöku í þeim. Viðleitni hvers manns ætti að vera sú,
að samstilla með starfinu eftir mætti allar hvatir sínar
þannig, að samræmi náist, en það verður ekki með öðrum
hætti en þeim, að láta stjórnast af hugsjónum hins sanna,
fagra og góða. Sjálfan sig getur enginn flúið og hvað
stoðar það manninn, að vinna allan heiminn og fyrirgjöra
sálu sinni?
Vér höfum nú séð, að vér lærum af reynslunni hvað
er frumgott og hvað frjógott, hver gæðin eru æðri en
önnur, hver eru skammvinn og hver langvinn. En reynsla
einstaklingsins nær skammt, og í þessum efnum sem öðr-
um verðum vér að styðjast við reynslu annara um allt það,
er reynsla sjálfra vor nær ekki til. Og í sambandi við alla
reynslu um gott og illt býður hið sjálfljósa skylduboð oss
að velja heldur meiri gæðin en hin minni, og heldur minna
bölið en hið meira. En fyrir hvern eigum vér að velja
þannig? Er það aðeins fyrir sjálfa oss? Er oss ekki skylt
að líta neitt á það, hvað er gott og hvað illt fyrir aðra?
Það er alvarleg spurning, því að það, sem vér í fram-
kvæmdinni kjósum sjálfum oss til handa, hefir afleiðing-
ar fyrir aðra, góðar eða illar. Og hvert sem litið er, þá
virðast dæmin deginum ljósari um það, að hagsmunir ein-
staklinga rekast oft á, er fleiri en einn þarfnast sömu
gæða, sem ekki er nóg af fyrir alla, svo að eins dauði verð-
ur annars brauð. Segir þá skylduboðið, að velja skuli þá
úrlausnina, sem yfirleitt gefur af sér mest gæðin eða
minnst illt, þó að óvíst sé eða jafnvel ólíklegt, að veljand-
inn sjálfur hafi gott af því? Þetta væri ekki efasamt, ef