Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 23
Skírnir]
Satt, fagurt, gott.
21
hver maður fyndi alveg eins glöggt, hvað gott er eða illt
fyrir aðra eins og hann finnur það fyrir sjálfan sig. Ef
eg fyndi sult félaga míns eins vel og sult sjálfs mín, þá
mundi eg undir eins telja mér skylt að gefa honum þann
bitann, sem ekki nægir okkur báðum, þegar eg fynndi, að
hann væri soltnari en eg. Skylduboðið virðist því, er betur
er að gáð, ekki bundið við sérstök gæði út af fyrir sig eða
gæði fyrir sérstakan einstakling, heldur gæðin yfirleitt.
Væri skylduboðið ekki annað en það, að hver einstakling-
ur ætti í hvert skiptið að velja það, sem betra væri fyrir
sjálfan hann, hvað sem öllum öðrum liði, þá væri það
sama og að hver einstaklingur hefði sérréttindi til hvers
þess hlutar, er væri góður fyrir hann, en þar sem sami
hlutur er oft góður fyrir óteljandi aðra, þá væru slík sér-
réttindi engin sérréttindi, heldur lokleysa ein og yrðu í
framkvæmdinni réttur hins sterkasta til að hrifsa til sín
og frá öðrum svo mikið af gæðum, sem hann gæti. Það
yrði stríð allra gegn öllum.
Sé skylduboðið algilt, mundum vér að lokum líta svo
á sem allar lifandi verur væru í rauninni ein heild, sem
miða ætti við, og vér mundum telja þann heim beztan, er
veitti hverri lifandi veru, öllum hinum að meinalausu, þau
gæði, sem hún er eða getur orðið hæf til að njóta. Sá
heimur, sem vér lifum í, virðist ekki þannig gerður. Hags-
munir lífveranna rekast þar sí og æ á og þar af sprettur
barátta milli þeirra um gæðin, en athöfn hverrar lífveru
hefir afleiðingar, er gera á hverri líðandi stund heiminn
betri eða verri en hann var. Skylduboðið segir hverri líf-
veru að gera hann betri, svo langt sem skyn hennar og
máttur nær, en hann verður því betri sem hann getur
samrýmt fleiri og æðri og fjölbreyttari gæði og nautn
þeirra.
Ef litið er á þróun siðgæðishugsjónanna í heiminum,
verður ljóst, að hún hefir verið fólgin í því, að miða skyldu-
boðið við stærri og stærri heild, færa út sjóndeildarhring-
inn. Um leið og menn komu auga á það, að allir menn
eru í rauninni bræður, sáu þeir, að sú regla, sem áður gilti