Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 26
24
Jarteiknh’.
[Skírnir
og öðrum þjóðum, að eignast innlenda helga menn (sbr.
Bisk. I 302). Á ýmsu má sjá, að af öllum hinum mörgu
guðræknu og grandvöru mönnum íslenzkrar kristni hafa
nokkrir valizt úr sem eins konar dýrlingaefni1) ; allt var
tilbúið og beið sinnar stundar. Loks kom sá neisti, sem
kveikti bálið. Heimildirnar gefa okkur kost á að sjá nokk-
uð vel, hvernig það gerðist.
Þorlákur biskup dó 1193. Fyrir kirkjunnar menn var
hann óaðfinnanlegt dýrlingsefni, í senn klausturmaður og
kirkjuhöfðingi. Alþýðunni hafði hann gerzt hugstæður
með strangleik sínum — og mildi, baráttu sinni við höfð-
ingja og ósigri. Þegar eftir dauða hans dreymir menn
um hann, líkt og menn hafði dreymt um hina fyrri góðu
biskupa. Og í líkum tón hefir ræða Gizurar Hallssonar
yfir moldum hans verið. En fjórum vetrum eftir dauða
hans kemur draumur með nýjum svip, og virðist ekki unnt
að benda á tilefnið: prest fyrir norðan dreymir, að Þor-
lákur biðji að láta taka líkama sinn úr moldu. Þetta er
hinn eiginlegi dýrlingsdraumur. Við honum taka nú fyrst
og fremst þeir menn, sem Þorlákur á öðrum fremur dýrk-
un sína að þakka: Ormur Eyjólfsson, kapelán hans, sem
þá var á Hólum, hinn trúi lærisveinn; Guðmundur Ara-
son, hinn trúgráðugi maður, og Brandur biskup, skörung-
urinn, framkvæmdarmaðurinn. Þessir menn magnast í trú
sinni af alþýðunni, sem tók þessum fréttum feginshendi.
Flaug sagan um allt Norðurland og gat af sér áheit og
vitranir.
Vorið 1198 sendir Brandur biskup Orm prest til al-
þingis með bréfum um þessi efni til Páls biskups og ann-
ara höfðingja. Páll var að vísu systurson Þorláks, en líka.
sonur Jóns Loftssonar. Saga Páls getur þess, að eigi væri
trútt, að sá orðrómur legðist á af nokkrum mönnum, að
1) Þeir eru nefndir í Rannveigarleiðslu, frásögn nokkurri í
Guðmundar sögu af vitrun konu einnar á Fljótsdalshéraði 1197—98
(Bisk. I 451—54), og má styðja það með líkum annars staðar að,
að þar sé farið nærri lagi.