Skírnir - 01.01.1936, Page 27
Skírnir]
Jarteiknir.
25
Páll vildi lítt á loft færa helgi Þorláks, og gefur hún bend-
^ngu um ástæður þess. Páll er mjög með svip hinna ís-
lenzku vígðu höfðingja 12. aldar, sem sameina einlæga
guðrækni og gagnrýnisanda, andstæðir öllum öfgum og
hjátrú. Það er ekki að reiða sig á, að Jóni Loftssyni hefði
getizt meira en svo að helgi Þorláks, en hann var dáinn,
Þegar þetta var (d. 1197 um haustið).
Þegar Páli koma bréf Brands biskups, á hann um
það stefnur, „ok var Páll biskup leiðitamr ok óeinráðr
1 þessum málum sem mörgum öðrum við aðra höfðingja
lands ...“. Niðurstaðan verður, að leyfð skyldu áheit við
Þorlák; skyldi og syngja honum tíðir andlátsdag hans.
Atvikin sýndu fljótt, að guði þótti ekki oftekjur í þessu,
Því að 9 jarteiknir gerðust þegar á sama þingi, og marg-
ar um sumarið eftir. Trúin á helgi Þorláks fer nú eins og
eldur í sinu um land allt, enda er jarteiknunum lýst nokk-
uð jafnóðum.
Nú hefir Páll biskup fengið vind í seglin. Hann gerir
orð Norðlingunum og mörgum höfðingjum og lætur taka
upp líkama Þorláks 20. júlí 1198. Það þarf ekki að taka
fram, að þetta verk er framkvæmt með snilld og prýði,
eins og Páli var lagið. Jarteiknirnar halda áfram, og á al-
þingi næsta ár getur Páll látið lesa upp heila bók með
jarteiknum. Þá er messudagur Þorláks tekinn í lög. Helgi
hans er staðreynd.1)
Norðlingarnir máttu vera ánægðir með sinn þátt í
þessu máli. En eftir á hefir þeim kannske þótt nóg um
öll auðæfin og dýrðina, sem Skálholt hlaut af þessu. Þeim
hefir fundizt hart að standa að baki Sunnlendingum. Þeir
koma sér nú í fljótheitum upp norðlenzkum dýrlingi.
Fyrst er það, að Brandur biskup lætur grafa upp
Jón biskup Ögmundsson og Björn biskup Gilsson, þvo
bein þeirra og láta í nýjar kistur, setja síðan báðar kist-
1) Ganginn í öllu þessu máli má glögglega sjá í sögu Þorláks,
einkum hinni síðari, bls. 301 o. áfr., sbr. Páls s. 133—34 og Guðm. s.
451, 455.