Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 28
26
Jarteiknir.
[Skírnir
urnar undir eitt tréhvolf, en moka eigi moldu á. Þetta
gerist 14. desember 1198. Mér finnst ekki hægt annað en
skoða þetta í ljósi þeirra atburða, sem síðar gerast: þetta
hefir þann ákveðna tilgang að koma þessum tveimur
frambjóðendum á framfæri; alþýðan á síðan að kjósa
annanhvorn. Báðir hafa sjálfsagt verið fullboðlegir; ein-
hverra hluta vegna hlýtur Jón hnossið. Ef til vill hefir
hann verið meiri skörungur í baráttu fyrir kirkjunni, og
hann var fyrsti biskup á Hólum. Um starf hans eru ekki
til aðrar heimildir eldri en saga hans, og hún er samin
eftir að helgi hans kom upp og til að prédika hana og
styrkja; er hún því að sumu leyti dálítið varasöm heim-
ild, svo sem síðar verður minnzt nánar á. Líklegast hefir
Jón orðið að byrja jarteiknagerð frá rótum á jólaföstu
1198, eftir að hafa legið í mold 77 ár.1)
ísinn er brotinn á þann hátt, að vatni því, er bein
Jóns voru þvegin í, var dreypt á stúlku, sem þjáðist af
svefnleysi og augnverk, og batnar henni, eftir að þetta
hefir verið gert þrjá aftna og þrjár Mætur. Síðan koma
aðrar jarteiknir eftir. Þeim er lýst jafnóðum (sbr. Bisk.
I, 185 nm., 192—93, 198), og breiðist dýrkun Jóns nú fljót-
lega út. Á langaföstu árið 1200 kemur svo draumur, sem
bítur að fullu: konu dreymir, að veðrátta muni batna, ef
bein Jóns séu upp tekin og sýndur fyllsti heiður. Um svip-
að leyti fær Brandur biskup nokkra bót vanheilsu af grös-
um, sem uxu í hvolfi Jóns. Svo að 3. marz lætur Brandur
taka upp beinin að nýju, bera inn í kirkju og búa um
hæfilega. Jarteiknirnar halda áfram, og á alþingi 1200
er leidd í lög Jónsmessa „at bæn Brands biskups ok tölu
Guðmundar prests Arasonar, er hann talaði um í lög-
réttu“.
Hólamenn stóðu að helgi Þorláks, Hólamenn standa
að helgi Jóns. Að miklu leyti sömu menn. Brands biskups
1) Björn biskup hefir líklega haft á sér nokkurt helgiorð, en
ekki haft jarteiknum að hrósa frekar en Jón. Sbr. Rannveigar-
leiðslu, Bisk. I, 454; ennfr. s. r. 415.