Skírnir - 01.01.1936, Side 29
Skírnir]
Jarteiknir.
27
hefir verið sá armur, sem framkvæmdi, en líka hinn, sem
hélt niðri hégómanum („ok þá er Brandr biskup lét lýsa
jartegnum Jóns biskups, þá vildi hann eigi þessi jartegn
lýsa láta, kvezk eigi glöggt vita, hvárt þetta var heldr at
kenna jartegnum en atgörðum þeira sjálfra“, Bisk. I, 192).
Ormur er ekki við helgi Jóns riðinn. Hvatamenn virðast
einkum hafa verið ýmsir klerkar staðarins (sbr. Bisk. I,
185 nm., 192—93) og Guðmundur prestur. Á ýmsum stöð-
um í jarteiknabókunum verður þess vart, að Jón á í vök
að verjast fyrir öðrum dýrlingum, sérstaklega Þorláki;
virðist hér og kenna bergmáls af formæli staðarprest-
anna fyrir hinum norðlenzka dýrlingi, formæli, sem Jóni
hefir verið ómissandi.1) Hins vegar mun engin ástæða að
væna Guðmund um hreppapólitík; hann hefir vafalaust
hugsað sem svo: Snúið þið og snúið þið, piltar, aldrei er
ofsnúið! Aldrei er ofmikið af helgum mönnum. Árið 1200
eða 1201 sendir hann Gunnlaugi munki jarteiknir Þorláks
til að snúa á latínu. Um sama leyti berst hann á Svína-
felli með oddi og egg fyrir helgi Jóns. Hann var þá að
gefa Sigurði Ormssyni af beinum Jóns, en prestur sá, er
Steinn hét, skaut því fram, að sér þætti eigi vel litt bein-
ið, og kvað sér þykja það eigi heilaglegt. Guðmundur
svarar mjúklega og spyr, hvort hann tryði Martein bisk-
up óhelgara en aðra menn, af því að bein hans væru dökk,
eða Þorlák biskup að helgara, þótt bein hans væru hvít.
Steinn prestur, sem hefir verið illa að sér í beinafræði,
svaraði þessu óviturlega: „Eigi þykkir mér“, sagði hann,
„Jón biskup lengra taka en í miðjar síður Þorláki bisk-
upi“. Nú beiddi Guðmundur alla þá, sem við voru, að
biðja guð og sæla Maríu og Jón biskup að sýna helgi Jóns
með nokkurum táknum til að lina ótrú Steins prests. Féllu
1) Sbr. Bisk. I, 180, 187—88, 201; 192. Sama skilningi á þessu,
og yfirleitt á helgi Jóns, hefir verið haldið fram af E. Bull, Folk
og kirke, bls. 201—03, og próf. Árna Pálssyni í fyrirlestrum hans
um islenzku fornkirkjuna; hefi ég vitanlega stuðzt við skoðanir
þessara fræðimanna. Aðalheimildir eru saga Jóns og Guðm. s.
(Bisk. I, 459).