Skírnir - 01.01.1936, Síða 30
28
Jarteiknir.
[Skírnir
þá allir á kné og sungu faðirvor með Guðmundi; eftir það
lét hann menn kyssa beinin. Kenndu þá allir sætan reyk-
elsisilm nema Steinn prestur, sem var fráskila þessari
dýrð. Leizt honum nú ekki á blikuna og skammaðist sín
fyrir ótrú sína og bað helgan Jón með iðrunargráti að
fyrirgefa sér. Þá bauð Guðmundur að gefa Steini af bein-
unum, ef hann vildi vera dýrkandi Jóns. Steinn tók því
boði feginsamlega. Nú lét Guðmundur menn enn biðjast
fyrir, tók þá Steinn við beinunum og kenndi slíkan ilm
sem aðrir (Bisk. I, 469).
Ef þessari sögu er fulltreystandi, sýnir hún gjörla,
hvílíku sefjanmagni Guðmundur beitir. Enginn hefir átt
meiri þátt í að breiða út helgi Þorláks og Jóns. Sjálfur
var hann gagnsýrður af öfgum heilagra manna sagna.
Snemma taka að gerast jarteiknir af vatni því, er hann
vígir, og orð fer að leika á helgi hans; m. a. lætur Kol-
beinn Tumason uppi þá skoðun um hann (Bisk. I, 458).
Guðmundur verður heillaður af þeirri dýrð sinni og gerir
það að beinni ástundun, að verða dýrlingur. í mörgum
sögum sést hann í stellingum, sem hann hefir tamið sér.
Eitthvert fegursta einkenni þessa kynlega manns er
hin hreina ást hans á smælingjum og fátæku fólki. Hann
gefur með báðum höndum. í mörgum sögum af honum
birtist leyndardómsfull reynsla: Með því að gefa kemst
maðurinn í einhverja dularfulla sameign við Maríu og
verður hluttakandi í auði hennar. Með líknsemi sinni hef-
ir Guðmundur unnið hjarta alþýðunnar, sem kallaði hann
Guðmund góða. En gæzka hans er ekki nema önnur hlið-
in. Hinu megin er myrk heiftrækni, sem vaknar óðara
en honum er gert á móti skapi (sjá Bisk. I, 426—28, 465,
510, 533, 511).
Sumir sagnfræðingar hafa viljað skýra feril Guð-
mundar að mestu eða öllu með því, að hann hafi verið
„kaþólskari" en aðrir menn. Eg hygg hinir hafi farið
fullt eins nærri sanni, sem lögðu meiri áherzlu á skaps-
muni hans, og það því fremur sem saga hans, rituð hon-
um til dýrðar, getur um þann almannaróm, að í hátterni