Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 31
Skírnir]
Jarteiknir.
29
hans hafi haldið við vanstilli, og talar um mein, sem hann
erfði eftir móður sína (Bisk. I, 430—32, 446).
Sumir töldu Guðmund sannhelgan, meðan hann
lifði, aðrir vandræðamann. Eftir hans dag fer álíka
óskipulega um helgi hans. Menn hétu drjúgum á hann, og
það fram í lok páfadóms. En bein hans gleymdust; þó á
að heita, að Auðunn biskup rauði hafi tekið þau úr jörðu
1314, en honum var ekki sungin nema sálumessa („sem
fyrir öðrum Hólabiskupum“, segir Laurentius saga).
Menn höfðu töluverða aðburði í lok páfadóms að fá hann
tekinn í dýrlingaskrá, en það reyndist of kostnaðarsamt.1)
II.
Áður en lengra er farið, er réttast að líta sem allra
snöggvast yfir heimildir þær, sem segja frá dýrðarverk-
um þessara þriggja biskupa, jarteiknabækur þeirra.
Fyrst eru Jarteiknabækur Þorláks, og mega þær
skiptast í fjóra parta. 1) Meginstofn þeirra er skráður
að tilhlutun Páls biskups, segir frá jarteiknum Þorláks
eftir að helgi hans kom upp og er ritaður jafnóðum og
þær gerast. Þessar jarteiknir eru ýmislega varðveittar:
a) I ágripi í sögum Þorláks; í þeim einum eru jarteikn-
irnar frá dauða Þorláks og fram á sumar 1198 (Bisk.
I, 301—15, sbr. 112 o. áfr.). b) Brot af uppskrift eftir
bók Páls, sem nær frá sumri 1198 þangað til í marz 1200
(Bisk. I, 333—56). Þessi uppskrift er gömul og góð, og
verður mjög farið eftir henni hér. c) Þá tekur við flokk-
ur jarteikna, sem flestar eru frá dögum Páls (Bisk. I, 357
—65); sumar eru útlendar og óáreiðanlegar, líklega yngri,
Þær eru lítt eða ekki styttar. d) Loks eru aftan við sög-
ur Þorláks (Bisk. I, 122, 320—30 passim) á dreif nokkr-
ar jarteiknir, sem ekki eru á fyrrtöldum stöðum. Ekki er
annað sýnna en þær séu frá dögum Páls.
1) Um þessi efni, sem liggja of langt úr leið í þessari rit-
gerð, sbr. E. Bull: Folk og kirke, bls. 231—35; Guðbr. Jónsson:
Dómkirkjan á Hólum, bls. 361—62 nm.