Skírnir - 01.01.1936, Page 32
30
Jarteiknir.
[Skirnir
Við þennan meginstofn bætast þrír styttri bálkar:
2) Þorláksjarteiknir úr Norðlendingafjórðungi (Bisk. I,
365—69), mjög stuttaralegar. Þær eru væntanlega frá
Hólum, en verða ekki tímasettar upp á ár. 3) „Vitranir
þær, sem Guðmundr prestr, er síðan var biskup, sendi
Gunnlaugi munk, at hann skyldi dikta (o: færa í latínu-
búning)“ (Bisk. I, 369—71), auðsjáanlega mjög styttar.
Þessi bálkur er frá 1200 eða 1201. 4) Loks er enn flokk-
ur jarteikna, frá því um 1300 (Bisk. I, 375—91); frá-
sögnin er raunsýn og þróttmikil.
Jarteiknabók Páls er elzt og merkust íslenzkra jar-
teiknabóka. Frásögnin er einföld og látlaus, karlmannleg
og alvarleg. Mál og stíll minnir á prédikanir íslenzku hó-
mílíubókarinnar og elztu þýðingar heilagra manna sagna.
Andi 12. aldarinnar svífur þar yfir vötnunum. Tilgang-
urinn er vitanlega að skýra frá helgi og dýrðarverkum
Þorláks, en sá góði tilgangur verður að rýma hálft önd-
vegið fyrir varfærninni, svo að þetta rit er áreiðanlegast
hinna forníslenzku frásagna af kraftaverkum biskup-
anna.1)
1 kjölfar jarteiknabókanna kom saga Þorláks, sem
væntanlega er rituð fyrir dauða Páls biskups (1211), þó
að ekki sé það víst. 1 henni eru nær engar kraftaverka-
frásagnir nema þær, sem teknar eru úr jarteiknabókun-
um. Hún var til bæði á íslenzku og latínu.
Jarteiknir Jóns biskups hafa sömuleiðis verið skráð-
ar jafnóðum; hafa Hólamenn annazt það (sjá Bisk. I,
193, 201, sbr. 459 nm.). Svo sem fyrr var sagt, hefir
Brandur biskup haft nokkurn hemil á, að ekki væri skráð
þar hvaða hindurvitni sem væri. Eftir dauða hans (1201)
hefir Guðmundur Arason fengið þessar jarteiknabækur
og ef til vill einhver önnur drög í hendur Gunnlaugi
1) Varfærni þessi kemur t. d. skýrt fram, þegar sagt er frá
sveininum, er féll í sýrukerið (Bisk. I, 336—37); skrásetjarinn
segir þá jarteikn mjög gætilega, en gefur í skyn, að sumir séu
stórorðari í lofi um hana, og að svo mundi vera í útlendum jar-
teiknabókum.