Skírnir - 01.01.1936, Síða 33
Skírnir]
Jarteiknir.
31
munki á Þingeyrum, sem verið hefir mikill latínumaður
°g þá líklega kunnur af Ólafs sögu Tryggvasonar, og beð-
ið hann að rita sögu af lífi og dýrðarverkum Jóns (sbr.
formála Gunnlaugs, Bisk. I, 215—16). Þessi saga er nú
ekki varðveitt nema í þýðingu, og jarteiknir Jóns (flest-
ar a. m. k.) virðast þannig aðeins til í gerð, sem runnin
er frá Gunnlaugi.1)
Gunnlaugur hefir sjálfsagt þekkt marga fróðleiks-
menn, og er óvíst, að aðrir hefðu verið betur settir að
safna efni í sögu Jóns. Um Jón sjálfan hefir hann vitað
vonum minna, og drýgir hann þá mjöðinn með mærð sinni.
En ekki verður það af skafið, að honum hefir tekizt að
gefa mynd af Hólastað á dögum Jóns. Það má sjá, hve
kristni er ung í landi, hve þjóðin er ósnortin af erlendum
menntum, forvitin og næm. Við sjáum allt hið einkenni-
lega fólk á staðnum. Þar eru sveitapiltarnir, sem þyrp-
ast að skóla Jóns til að nema klerkleg fræði. Þar er Þór-
oddur rúnameistari, trésmiður, sem lærir latínu, þar sem
hann er að smíð sinni og heyrir á, þegar sveinum er
kennt. Þar er mærin Ingunn, sem gerist svo vel að sér í
grammatica, að hún kennir skólasveinum og leiðréttir
latínubækur, en saumar þess á milli myndir úr sögum
heilagra manna. Þar er sveinninn Klængur, sem kemst í
Ástarlistina eftir Ovidius, þá syndsamlegu bók, sem kennir
með hverjum hætti menn skulu nálgast vilja kvenna. Þar
er Þórður sauðamaður, sem ekki skeytir um guðsþjón-
ustu, og Sveinn Þorsteinsson, sem kastar nálega kristi-
legri trú og gleymir kristinna manna siðferði af ást á
huldukonu. Þar er mærin Hildur, sem leggst út og býr
sér skyggni úr hellum og lifir á berjum, og neyðir Jón
1) Þýðingin af sögu Gunnlaugs er annars til i tveim gerð-
um; önnur virðist orðrétt, en þar eru eyður í jarteiknunum, hin er
stytt og hreinsuð af mælgi Gunnlaugs (hin svo kallaða „elzta
saga“). Þetta er skilningur Bjarnar M. Ólsens (Aarböger 1893,
286—87 nm.) og Pinns Jónssonar (Litt. hist. II, 395—96) á af-
stöðu þessara rita; virðist hann sennilegri en skoðun Guðbrands
Vigfússonar (Bisk. s. I, xxxix—xli).