Skírnir - 01.01.1936, Side 34
32
Jarteiknir.
[Skírnir
með þessu tiltæki til að byggja henni einsetukofa heima
á staðnum; nútíðarsálfræðingur yrði líklega ekki hvumsa
við frásögn Gunnlaugs af rottunum, sem sóttu að henni
á nóttinni. Einna kynlegust af öllu þessu fólki er Guðrún
kirkjukerling, sem vakti allar nætur í kirkju hjá líkum;
„hún unni mikit guði, en þó gerði hon marga hluti óvitr-
liga“. Hún hafði gert sér hjá hurðu stall eða altari, og sté
hún upp á þann stall daga og nætur og kallaði: „Tak þú
mik, Kristr, ok skjótt! Tak þú mik! Eigi er þegar, nema
þegar sé!“
I lýsingu Jóns sjálfs gætir þess mest, sem Gunnlaug-
ur mundi sjálfur helzt kjósa — og Guðmundur með. Á
einum stað er getið um ölmusugæði Jóns (Bisk. I, 247),
og virðist sú saga innblásin af Guðmundi. Á öðrum stað
getur Gunnlaugur þeirrar alkunnu staðreyndar, að Jón
var tvíkvæntur, en bætir svo við þessari athugasemd: „er
þat margra manna ætlan, at hann hafi með hvárigri lík-
amliga flekkazk“. Sumstaðar gægjast fram einstaklings-
drættir. Þess-i er sögn um bráðlæti hans: Það var eitt
sinn, að vor var svo hart, að jörð var lítt ígróðra í far-
dögum. Þá kom mönnum á alþingi saman um að gera
heit til árbóta. Þegar Jón hafði sagt fyrir heitum og
staðfest með bænahaldi, mælti hann: „Þat vilda ek, at
guð gæfi oss nú þegar í stað döggina“. Eftir að Jón fór
að gera jarteiknir, lék það orð á, að hann væri mjög
skjótur til áheita.
Hver mun teljast undan að fyrirgefa Gunnlaugi
mælgina, þegar hann á svo margt skemmtilegt í fórum
sínum? En þegar eftir sannindunum er spurt, vandast
málið. Fyrst og fremst er saga Jóns skrifuð svo löngu
eftir dauða hans. í öðru lagi er tilgangurinn að prédika
helgi Jóns, og hér er ekki varfærni og dómgreind Páls
biskups (Ólafs saga Gunnlaugs sýnir, að hann var fús að
gína við hvaða skröksögu sem var, ef hún þótti auka hróð-
ur söguhetjunnar). Þegar gefið er í s'kyn, að Jón hafi
unnið hálf eða heil kraftaverk í lifanda lífi, er það lík-
legast skrum. Og hætt er við, að jarteiknir Jóns, eftir