Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 35
Skírnir]
Jarteiknir.
33
•að bein hans voru tekin upp, beri þess einhver merki, að
þær hafa gengið í gegnum greipar Gunnlaugs.1)
Þá er að segja frá Guðmundar sögu. Mikill hluti
þeirra jarteikna, sem Guðmundi eru eignaðar, gerðust
meðan hann var lífs, og eru því engar sérstakar jarteikna-
bækur hans. Til eru ýmsar Guðmundar sögur, en þó var
Jiokkur óheppni yfir þeirri sagnaritun. Fyrst er skrifuð
Prestssaga Guðmundar, sem svo er nefnd; hún segir frá
honum, þangað til hann varð biskup. f henni er margt
merkilegt og skemmtilegt, ekki sízt varðandi menningar-
sögu. Þessi saga er eftir einhvern djákna hans, sem hefir
fylgt honum langan aldur, ef til vill Lambkár Þorgilsson
(d. 1249). Hún er yngri en 1212, og virðist eðlilegast, að
Lambkár hafi skrifað hana eftir dauða Guðmundar (1237)
og fallið frá í miðju verki.2) Það er vitað, að vinir Guð-
mundar ætluðu að rita sögu hans, og höfðu þeir safnað til
hennar bréfum og skilríkjum í Laufáskirkju, en þá brann
hún með öllu saman (bls. 565—66).3) Það var 1258. Þetta
virðist allt geta verið sama lotan; Lambkár deyr frá sínu
verki, og aðrir vinir Guðmundar ætla að halda því áfram,
en eldurinn stöðvar það. Tímar líða, og það er ekki fyrr
«n í lok 13. aldar að samin er biskupssaga Guðmundar,
aðallega upp úr Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar. All-
1) Á tveimur stöðum má bera saman sögu Gunnlaugs við aðr-
ar heimildir: 1) Jarteikn Jóns við Stein prest, Jóns s., Bisk. I, 197,
og Guðm. s., Bisk. I, 469; hér er smávegis munur. 2) Af Gísl 111-
ugasyni, Jóns s., Bisk. I, 221—27, sbr. Gísls þátt (og Jóns s. I,
156—57). Hér segir Gunnlaugur, að Gísl var hengdur i gálga og
hékk tvo sólarhringa; kápa, sem Jón hafði lagt yfir hann, olli því,
að hann sakaði ekki. Þessi hengingarsaga er ekki í þættinum, sem
er annars eins líklegt að styðjist við sögu Gunnlaugs; ef til vill er
hún uppspuni hans, sem höfundi þáttarins hefir ekki litizt á.
2) Þetta er skoðun B. M. Ó. (Safn III, 225), en Guðbr. Vig-
fússon (Bisk. I, lxi) og Finnur Jónsson (Litt. hist. II, 568—69)
halda, að hún sé skrifuð milli 1212 og 1220; rök þeirra virðast mér
léttvæg.
3) Þegar ekki er annars getið, er hér á eftir jafnan vitnað í
fyrra bindi Biskupasagna, og á bls.-talan við það.
3