Skírnir - 01.01.1936, Page 36
34
Jarteiknir.
[Skírnir
miklu af jarteiknasögum er bætt við. Loks verður Arn-
grímur Brandsson ábóti til að snúa sögu Guðmundar á
latínu með miklum málalengingum (laust fyrir miðja 14.
öld); ýmislegt er skemmtilegt í þeirri bók, en fátt nýtt.
Hún er til í íslenzkri þýðingu.
Sögur af jarteiknum Guðmundar eru yfirleitt ótraust-
ari en Þorláks og jafnvel Jóns. Þær eru í öndverðu
sprottnar upp þar sem trúgirni sat í fyrirrúmi, fæstar
eru skráðar af sjónarvottum og flestar eru bókfestar
löngu eftir atbui'ðina — hér verður að undanskilja yngstu
jarteiknirnar. En margar þeirra eru fullar af gaman-
semi (sem stundum á kannske rætur að rekja til Guð-
mundar sjálfs), og þær bera ærin merki íslenzkrar
alþýðu.
III.
Á íslandi þarf undrasaga ekki langan tíma til að
berast landshornanna á milli, og svo mun alltaf hafa
verið. Eg tala nú ekki um, þegar í henni felast önnur
eins fagnaðartíðindi og jarteiknir biskupanna: bót meina,
hjálp í lífsháska, björg í örbirgð. Og kirkjan setti sinn
stimpil á þetta, ábyrgðist sannindi sagnanna, lýsti jar-
teiknunum jafnóðum.
Segir nú maður manni þessi fagnaðartíðindi .. . Um
það atriði er ýmislegt í jarteiknabókunum. Við eigum
kost á að líta inn í skálann og hlýða á fréttirnar, við fá-
um jafnvel færi á að skyggnast enn lengra, inn í huga
fólksins. — Hér eru fréttirnar að breiðast út:
„Undir Eyjafjöllum var sá atburðr, at maðr sagði
frá jarteinum ins sæla Þorláks biskups ok upptekningu
hans ok hvat margir menn þar höfðu bót fengit sinna
meina af hans verðleik. En þar var maðr viðstaddr, at
svá var óskyggn, at hann sá trautt fingra sinna skil;
þessum manni fekk mikils ok komsk mjök við, er hann
hafði eigi verit við staddr upptöku heilags dómsins. Eptir
þat sofnaði hann; en er hann vaknaði um morguninn, þá