Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 37
Skírnir]
Jarteiknir.
35
sá hann öll tíðendi um húsit, ok þá er hann sá út, sá hann
Vestmannaeyjar“. (Bls. 315.)
Hann hefir blessað eyjarnar og ljósið og Þorlák
biskup, maðurinn sá.
Þessi saga gerist nærri því ári síðar. Kona ein, Hall-
dóra að nafni, hefir legið árum saman í kör:
„.. . Þá gerðisk mönnum sem tíðast of áheit við enn
sæla Þorlák biskup, ok var þat rætt í hvers manns híbýl-
um cotidie (daglega), at segja frá hans jarteinum ok
heilagleik. Þá tók einnhverr maðr til orða of aptan, er
slíkt var hjalat, ok mælti svá: „Þá þætti mér nú mikils
umb vert of jarteinakrapt Þorláks biskups, ef hann léti
Halldóru verða heila, es 6 misseri hefir í kör legit“. En
margir tóku undir, at hann mundi þat af guði geta, ef
hann vildi. En sjá atburðr var í Vestmannaeyjum".
Litlu síðar ber það fyrir konu þar í eyjunum í draumi,
að til hennar komi maður í svartri kápu, og þykist hún
vita, að það sé Þorlákur. Þau eiga tal saman um Halldóru,
og segir hann, að hún skuli fara til Skálholts, og muni
henni þá batna. (Bls. 351—52.)
Þessi saga gefur góða hugmynd um þá samstillingu
og hópsefjun, sem hér hefir átt sér stað.
Loks er hér heil ævisaga, sem er því miður aðeins til
í ágripi. Hún er eins og spor í snjó, sem segja furðu margt
um vegfarandann, ef nógu vel og lengi er rýnt í þau.
„Mær var sú vanheil, er kreppt var, þá er hon var
fædd, ok mátti hon ekki ganga, þá er hon óx upp, ok til
einskis taka, en fátækr var bæði faðir ok móðir meyjar-
innar; þau báru hana sjálf eptir sér um stundar sakir.
Eptir þat hljóp hann frá þeim mæðgum, en móðirin lét
hana litlu síðar ok tók sér þá annan mann, en meyna
tóksk á hendr frændi hennar ok gerðisk henni góðr faðir
ok fór með hana í Skálaholt at upptekningardegi ins sæla
Þorláks biskups, ok vökðu þau þar bæði um nóttina ok
báðusk fyrir undir kistu ins sæla Þorláks biskups. En um
morguninn snemma tók hon alheilsu sína, ok fóru heim,
fegin sínum erfiðisbótum“. (Bls. 361.)
3*