Skírnir - 01.01.1936, Síða 38
36
Jarteiknir.
[Skírnir
Hér eru nú nefnd þrjú dæmi um lækningar — þau
eru valin úr miklum fjölda. (Eg skal geta þess hér um
leið, að eg hygg, að læknisfróðir menn mundu geta feng-
ið drjúga fræðslu um heilsufar manna á þessum tíma úr
jarteiknabókunum; þetta er því dýrmætara þar sem önn-
ur sagnarit bregðast að miklu leyti í þessu efni, sérstak-
lega íslendingasögur.) í öðrum sögum veita dýrlingarnir
hjálp í hafsnauð eða snjó eða öðrum lífsháska, líkt og
Þór hafði gert forðum. En í jarteiknasögunum ber auk
þess mikið á harðæri og sulti, og ef að er gáð, má sjá, að
miklir harðindavetur voru 1197—98, 1199—1200 og 1203
—04; síðasta veturinn að minnsta kosti varð mikill mann-
fellir (sbr. bls. 486 nm.). Það er enginn efi, að þetta harð-
æri hefir stórum stutt að áheitum við dýrlingana, enda
alsiða að heita til árbóta.
Auðvitað rennur enginn straumur svo, að hann rek-
ist aldrei á stein. Maður blés upp, svo að hann varð dig-
ur sem naut og hafði fárverki. Honum batnar við áheit
á Þorlák. En á næsta bæ er kona ein ung og málug og
talar ‘skeypilega’ um þetta; telur hún afleiðis þoka kurteisi
karla, ef yrði að heita fyrir þeim sem konum í barns-
nauð. Hún tekur skjóta hefnd, því að hún fær ákafan
verk og batnar ekki fyrr en heitið er á Þorlák. (Bls. 339
—40.) Maður á Englandi réttir mörbjúga að Þorláks-
líkneski í háðungarskyni og segir: „Villtu, mörlandi! Þú
ert mörbiskup!" En höndin stirðnar, og verður hann að
lítillækka sig við Þorlák. Þetta er útlend saga, en á ís-
landi ber það varla við, að menn efi helgi Þorláks, því
síður spotti hann.1) Sama er að segja um Jón. Og þá
sjaldan eitthvað slíkt ber við, eru hefndir dýrlinganna
mjög hógværar og mannúðlegar.
Aðstaða Guðmundar er allt önnur. Hann er hálf-
heilagur, meðan hann lifir, og ekki nema hálfheilagur
lengi vel á eftir. Þjóðin er skipt í aðdáendur og óvildar-
1) Bls. 357; þetta er annars flökkusaga. Nær sanni er sagan
um bróður Björn í Laurentius s., bls. 809—11.